Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar