Einföld leið til að stytta vinnuvikuna Tómas Ragnarz skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Samgöngur Kjaramál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun