Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 16. nóvember 2022 12:09 Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð. Á fundinum komu áhyggjuraddir íbúa skýrt fram en óhætt er að segja að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Spurningum um hvernig efnið verði flutt ofan úr Þrengslum, til að mynda, hefur ekki verið svarað, spurningum um hvað verður um tröllvaxna verksmiðjubygginguna verði starfsemi hætt er líka ósvarað og spurningum um útlit verksmiðjunnar hefur ekki verið svarað að öðru leyti en því að hún verði risavaxin. Hver metur hvenær hagsmunum íbúa er fórnað? Fulltrúa D lista hafa látið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa. Það er mat undirritaðra að slík yfirlýsing sé undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hefur þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa. Þetta er fyrir utan hættuna á umhverfisslysum, á hljóð og umhverfismengun og öðru sem starfsemi af þessu tagi hefur óhjákvæmilega í för með sér. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa þegar látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd og telja, meðal annars, framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar, eins og hún birtist í nýlegri umhverfismatsskýrslu Eden Mining (sem reyndist reyndar ólögleg), í besta falli misvísandi. Fjölmörg tækifæri framundan Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt hvað varðar uppbyggingu atvinnulífs og á næstu árum verða til fleiri störf en samfélagið hér ræður við að manna eins og staðan er í dag, þá sérstaklega í tengslum við stærðarinnar uppbyggingu á landeldi. Sú uppbygging mun einnig skila sveitarfélaginu miklum tekjum og því átta undirritaðar sig ekki á þeirri vegferð sem D listinn er í. Skynsamlegra væri að eiga lóðirnar áfram og nýta fyrir aðra hafnsækna og fjölbreytta starfsemi, fyrirtæki sem jafnvel gætu boðið fleiri störf á hvern fermeter en eins og fram kom á fundinum í gær eru um 60-80 störf sem fylgja verksmiðjunni á 55 þúsund fermetrum. Til samanburðar þá er Rammi með um 60 störf á 10 þúsund fermetrum og Skinney með um 50 störf á 3500 fermetra lóð í Þorlákshöfn. Engin stefna í atvinnumálum Í Ölfusi er ekki til stefna um uppbyggingu atvinnulífs, engin atvinnustefna. Nú er lag að ganga í að móta slíka stefnu með virkri þátttöku íbúa, líka barna og ungmenna, sem hér búa og munu eiga sína framtíð í sveitarfélaginu, ef okkur fullorðna fólkinu ber gæfa til að gera það áfram byggilegt. Það er íbúa að ákveða hvert skal stefna, ekki þeirra örfáu sem skipa meirihlutann hverju sinni. Eðlilegra er að bæjarstjórn vinni saman að því að framfylgja atvinnustefnu sem mótuð er af íbúum, enda hlutverk bæjarstjórnar að þjónusta íbúa sem best. Hingað og ekki lengra Í lok fundarins í gærkvöldi fór af stað undirskriftasöfnun sem segir: Undirrituð skora á bæjarstjórn Ölfuss að hætta öllum viðræðum við Heidelberg Materials um að reisa byggingar og vinnslu á þeim lóðum sem búið er að úthluta og falla frá stórtækum hugmyndum um frekari námuvinnslu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Öll sem eru sammála því að rétt sé að falla frá viðræðum eru hvött til þess að skrifa undir þessa áskorun. Það má gera á meðfylgjandi hlekk. Það er hægt að skrifa undir og velja þann möguleika að láta nafn sitt ekki birtast opinberlega ef það hentar einhverjum betur. Höfundar eru íbúar í Þorlákshöfn og Ása Berglind bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Ölfus Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð. Á fundinum komu áhyggjuraddir íbúa skýrt fram en óhætt er að segja að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Spurningum um hvernig efnið verði flutt ofan úr Þrengslum, til að mynda, hefur ekki verið svarað, spurningum um hvað verður um tröllvaxna verksmiðjubygginguna verði starfsemi hætt er líka ósvarað og spurningum um útlit verksmiðjunnar hefur ekki verið svarað að öðru leyti en því að hún verði risavaxin. Hver metur hvenær hagsmunum íbúa er fórnað? Fulltrúa D lista hafa látið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa. Það er mat undirritaðra að slík yfirlýsing sé undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hefur þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa. Þetta er fyrir utan hættuna á umhverfisslysum, á hljóð og umhverfismengun og öðru sem starfsemi af þessu tagi hefur óhjákvæmilega í för með sér. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa þegar látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd og telja, meðal annars, framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar, eins og hún birtist í nýlegri umhverfismatsskýrslu Eden Mining (sem reyndist reyndar ólögleg), í besta falli misvísandi. Fjölmörg tækifæri framundan Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt hvað varðar uppbyggingu atvinnulífs og á næstu árum verða til fleiri störf en samfélagið hér ræður við að manna eins og staðan er í dag, þá sérstaklega í tengslum við stærðarinnar uppbyggingu á landeldi. Sú uppbygging mun einnig skila sveitarfélaginu miklum tekjum og því átta undirritaðar sig ekki á þeirri vegferð sem D listinn er í. Skynsamlegra væri að eiga lóðirnar áfram og nýta fyrir aðra hafnsækna og fjölbreytta starfsemi, fyrirtæki sem jafnvel gætu boðið fleiri störf á hvern fermeter en eins og fram kom á fundinum í gær eru um 60-80 störf sem fylgja verksmiðjunni á 55 þúsund fermetrum. Til samanburðar þá er Rammi með um 60 störf á 10 þúsund fermetrum og Skinney með um 50 störf á 3500 fermetra lóð í Þorlákshöfn. Engin stefna í atvinnumálum Í Ölfusi er ekki til stefna um uppbyggingu atvinnulífs, engin atvinnustefna. Nú er lag að ganga í að móta slíka stefnu með virkri þátttöku íbúa, líka barna og ungmenna, sem hér búa og munu eiga sína framtíð í sveitarfélaginu, ef okkur fullorðna fólkinu ber gæfa til að gera það áfram byggilegt. Það er íbúa að ákveða hvert skal stefna, ekki þeirra örfáu sem skipa meirihlutann hverju sinni. Eðlilegra er að bæjarstjórn vinni saman að því að framfylgja atvinnustefnu sem mótuð er af íbúum, enda hlutverk bæjarstjórnar að þjónusta íbúa sem best. Hingað og ekki lengra Í lok fundarins í gærkvöldi fór af stað undirskriftasöfnun sem segir: Undirrituð skora á bæjarstjórn Ölfuss að hætta öllum viðræðum við Heidelberg Materials um að reisa byggingar og vinnslu á þeim lóðum sem búið er að úthluta og falla frá stórtækum hugmyndum um frekari námuvinnslu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Öll sem eru sammála því að rétt sé að falla frá viðræðum eru hvött til þess að skrifa undir þessa áskorun. Það má gera á meðfylgjandi hlekk. Það er hægt að skrifa undir og velja þann möguleika að láta nafn sitt ekki birtast opinberlega ef það hentar einhverjum betur. Höfundar eru íbúar í Þorlákshöfn og Ása Berglind bæjarfulltrúi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun