Zeppelin er þriðja barnið sem Cannon eignast með De La Rosa. Saman eiga þau tvíburadrengina Zion og Zillion sem komu í heiminn í júní á síðasta ári. Þeir eru því aðeins eins og hálfs árs gamlir og má því ætla að það verði nóg að gera á þeim bænum nú á næstunni með þrjú lítil börn.
Á von á fimmta barninu á árinu
Það mætti færa rök fyrir því að Cannon ætti að eiga sitt eigið herbergið á fæðingardeildinni, því hann mun brátt dvelja þar í fimmta sinn á þessu ári.
Fyrirsætan Alyssa Scott er ófrísk af barni Cannons og er hún sett í desember á þessu ári. Cannon og Scott eignuðust drenginn Zen í júní á síðasta ári, aðeins níu dögum eftir að Cannon eignaðist tvíburana með De La Rosa. Tveimur mánuðum síðar greindist Zen með heilaæxli og lést hann aðeins fimm mánaða gamall.
Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag

Sjö börn á síðustu tveimur árum
Nick Cannon er þekktastur sem þáttastjórnandi og fyrir það að hafa verið giftur söngkonunni Mariah Carey í átta ár. Þessa dagana stýrir hann þáttunum Masked Singer sem sýndir eru á Stöð 2.
Það má þó segja að Cannon sé nú orðinn þekktari fyrir barnalán sitt. Hann hefur eignast ellefu börn með sex konum. Þar af hefur hann eignast sjö börn á síðustu tveimur árum.
Hefur húmor fyrir barnaláninu
Vinir Cannons hafa slegið á létta strengi þegar kemur að barnaláni hans. Leikarinn Ryan Reynolds gerði meðal annars myndband með Cannon á feðradaginn þar sem þeir blönduðu kokteil sem kallaðist „Herraklipping“ (e.vasectomy).
Eftir að Cannon tilkynnti að hann ætti von á tólfta barninu, tvítaði Reynolds að Cannon hefði líklega þurft stærri flösku af kokteilnum.
Þá virðist Cannon sjálfur hafa mikinn húmor fyrir þessari þörf sinni á að fjölga sér, því í gær deildi hann þessari mynd á Instagram síðu sinni.