Sálfræðiþjónusta á krossgötum Gyða Dögg Einarsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Logi Úlfarsson, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Carstensdóttir skrifa 15. nóvember 2022 08:30 Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun