Siðferði og mannúð í garð hælisleitenda Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 20:30 Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Trúmál Hælisleitendur Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun