Símalaus sunnudagur – upplifum ævintýri saman Ellen Calmon skrifar 29. október 2022 14:00 Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun