Ástand í búfjáreftirliti háalvarlegt varðandi dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2022 14:01 Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar