Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 22:33 Rúnar Steinn saknar leikskólans. bjarni einarsson Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira