Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 22:33 Rúnar Steinn saknar leikskólans. bjarni einarsson Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda