Hverjir gæta hagsmuna launafólks? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. október 2022 08:00 Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Alþingi Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun