Hverjir gæta hagsmuna launafólks? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. október 2022 08:00 Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun