Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson skrifar 22. október 2022 15:01 Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar