Til varnar Hálendinu í krafti tóna Tryggvi Felixson skrifar 18. október 2022 09:00 Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun