Til varnar tungunni Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. október 2022 13:01 Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti lýðveldisins sagði gjarnan að íslensk tunga gerði okkur að þjóð. Ég gæti ekki verið meira sammála. En móðurmálið á undir högg að sækja. Íslenska er að sönnu örmál og við þurfum því að kosta kapps um að vernda hana og styrkja. Til þess þurfum við að stórefla móðurmálskennslu svo og íslenskukennslu fyrir fólk sem er af erlendu bergi brotið og hefur sest hér að. Lestrarkennsla þarf að miðast að lesskilningi en ekki einungis lestrarhraða. Við höfum vaknað upp við þann vonda draum að stór hópur nemenda getur ekki lesið sér til gagns að loknum grunnskóla. Það er óviðunandi ástand ekki síst fyrir þá nemendur sem um ræðir. Því miður er ekki kveðið skýrt að orði í stefnu menntamálaráðherra til ársins 2030 um lestrarerfiðleika og leiðir til úrbóta. Í sömu stefnu er heldur ekki að finna eitt orð um vanda drengja í menntakerfinu. Aukin notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum hefur opinberað að stafsetningarkunnátta er almennt fremur slök. Það þarf stórátak og almenna vakningu til verndar tungunni. Þar sem ráðherra og ríkisstjórn hafast ekki að verða aðrir að taka upp merkið. Skólasamfélagið þarf að leggja þar drjúgt að mörkum með því að efla skilning og bæta læsi. Það væri þarfaverk að efla ljóðalestur því knappur stíll ljóðsins kemur flóknum hlutum á framfæri í stuttu máli. Eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi varðveislu móðurmálsins er að þau sem skrifa og tala íslensku opinberlega geri það af kunnáttu. Þau eru fyrirmyndir okkar hinna einkum barna og unglinga svo og þeirra sem ekki hafa gott vald á móðurmálinu. Hverskonar miðlun hefur margfaldast frá því sem áður var og nýir miðlar hasla sér sífellt völl. Á okkur dynja alls konar upplýsingar og áróður óumbeðið og oft án þess að við komum vörnum við. Helstu gerendur eru auglýsingasmiðir og fjölmiðlafólk. Þegar menntamálaráðherra þáverandi fékk samþykkta ríkisstyrki til fjölmiðla lagði ég til að styrkgreiðslur yrðu háðar því skilyrði að styrktur fjölmiðill kostaði kapps um að flytja gott og rétt íslenskt mál hvort sem um skrifað orð eða talað ætti í hlut. Þessu var hafnað. Í dag er nánast hver einasti fjölmiðill undirlagður af slæmu málfari og er framið hryðjuverk á móðurmálinu á hverjum degi. Ég skal taka örfá dæmi. Ríkisútvarpið ohf. (okkar allra) á að vera skjaldborg móðurmálsins. Ríkið leggur fyrirtækinu til eitthvað á fimmta milljað króna á hverju ári. Þar er við störf s.k. málfarsráðunautur sem helst er þekktur fyrir að hafa komið orðskrípinu ,,fössari“ á framfæri. Mér skilst að þegar ,,fössarinn“ rennur upp fari menn með ,,fjölluna“ í bæinn til að gæða sér á ,,pullum“ og ,,fröllum.“ Ljóta ruglið! Málfarsráðunautnum væri sæmra að venja íþróttafréttamenn RUV af þeirri meinvillu að fólk hampi titlum. Það gerir enginn nema halda á skiltum þar sem stendur ,,herra“ ; ,,frú“ ; ,,doktor“ eða ,,séra“. Menn (og konur) vinna titla en hampa verðlaunagripum einkum bikurum. Íþróttafréttamenn og konur eru allra verst meðal jafningja í meðferð móðurmálsins og væri þarfaverk að láta þau sitja nokkur íslenskunámskeið. Fjölmiðlar virðast einnig spara við sig prófarkalestur illu heilli. Margt annað verður mönnum að meini í fjölmiðlum. Þar ber oft á góma að einhver sé ekki eins og afi sinn eða amma sín eða að félagi sinn hafi átt góða sendingu á eh. einstakling. Einnig hafa fjölmiðlungar fundið upp sögnina að ,,olla“ sbr. að eitthvað eða einhver hafi ollið tjóni. Gleymum ekki að minnast á eitt og tvö enn einfalt og tvöfalt i og ekki síst setningaskipan og áherslur. Þar veður uppi ,,ísl-enska“ með áherslu á annað atkvæði en ekki fyrsta. Lesnir auglýsingatímar eru mjög lýsandi fyrir þessa plágu. Jafnvel gamalreyndir þulir lenda í þessari gryfju og liggja þar. Ætla ekki að byrja að minnast á meðferð fólks á málsháttum eða spakmælum. Stjórnmálamaður einn lagði til um daginn að menn leggðu hönd á dekk!? Væntanlega ekki klókt af sveitamanni að bregða fyrir sig sjómannamáli. Auglýsingafrömuðir kosta kapps um að lítilsvirða móðurmálið daglega. Nýlega varð uppi fótur og fit vegna auglýsingaherferðar sem átti að fara fram á ensku. Fór þar framarlega í flokki aflagður prófessor sem eyðir miklu af tíma sínum í að tala niður ævistarfið. Í þetta sinn blöskraði prófessornum góðu heilli og herferðinni var breytt. Engan hef ég þó heyrt hallmæla s.k. ,,tax-free“ afslætti sem er auglýstur reglulega eða því að ,,kötta“ eigi niður verð. Menn eiga að vera sjálfum sér samkvæmir og ráðast gegn enskuslettum í auglýsingum hvarvetna. Nýleg ákvörðun Flugleiða (e.Icelandair) að setja íslensku framar ensku er ágætis viðleitni ásamt því að Ísavia virðist ætla að snúa af villu síns vegar. Það er góðu heilli gjört. Það þarf þjóðarátak til að verja íslenska tungu og styrkja hana til framtíðar. Þar þarf samræmdar aðgerðir margra. Þau sem eiga að draga vagninn eru ekki traustvekjandi eða til átaka fallin. Ágætis byrjun væri ef Alþingi skilyrti ríkisvæðingu fjölmiðla með því að bætt málfar sé í hávegjum haft. Annars verði styrkir afturkallaðir. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk fræði Skóla - og menntamál Alþingi Fjölmiðlar Þorsteinn Sæmundsson Íslensk tunga Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti lýðveldisins sagði gjarnan að íslensk tunga gerði okkur að þjóð. Ég gæti ekki verið meira sammála. En móðurmálið á undir högg að sækja. Íslenska er að sönnu örmál og við þurfum því að kosta kapps um að vernda hana og styrkja. Til þess þurfum við að stórefla móðurmálskennslu svo og íslenskukennslu fyrir fólk sem er af erlendu bergi brotið og hefur sest hér að. Lestrarkennsla þarf að miðast að lesskilningi en ekki einungis lestrarhraða. Við höfum vaknað upp við þann vonda draum að stór hópur nemenda getur ekki lesið sér til gagns að loknum grunnskóla. Það er óviðunandi ástand ekki síst fyrir þá nemendur sem um ræðir. Því miður er ekki kveðið skýrt að orði í stefnu menntamálaráðherra til ársins 2030 um lestrarerfiðleika og leiðir til úrbóta. Í sömu stefnu er heldur ekki að finna eitt orð um vanda drengja í menntakerfinu. Aukin notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum hefur opinberað að stafsetningarkunnátta er almennt fremur slök. Það þarf stórátak og almenna vakningu til verndar tungunni. Þar sem ráðherra og ríkisstjórn hafast ekki að verða aðrir að taka upp merkið. Skólasamfélagið þarf að leggja þar drjúgt að mörkum með því að efla skilning og bæta læsi. Það væri þarfaverk að efla ljóðalestur því knappur stíll ljóðsins kemur flóknum hlutum á framfæri í stuttu máli. Eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi varðveislu móðurmálsins er að þau sem skrifa og tala íslensku opinberlega geri það af kunnáttu. Þau eru fyrirmyndir okkar hinna einkum barna og unglinga svo og þeirra sem ekki hafa gott vald á móðurmálinu. Hverskonar miðlun hefur margfaldast frá því sem áður var og nýir miðlar hasla sér sífellt völl. Á okkur dynja alls konar upplýsingar og áróður óumbeðið og oft án þess að við komum vörnum við. Helstu gerendur eru auglýsingasmiðir og fjölmiðlafólk. Þegar menntamálaráðherra þáverandi fékk samþykkta ríkisstyrki til fjölmiðla lagði ég til að styrkgreiðslur yrðu háðar því skilyrði að styrktur fjölmiðill kostaði kapps um að flytja gott og rétt íslenskt mál hvort sem um skrifað orð eða talað ætti í hlut. Þessu var hafnað. Í dag er nánast hver einasti fjölmiðill undirlagður af slæmu málfari og er framið hryðjuverk á móðurmálinu á hverjum degi. Ég skal taka örfá dæmi. Ríkisútvarpið ohf. (okkar allra) á að vera skjaldborg móðurmálsins. Ríkið leggur fyrirtækinu til eitthvað á fimmta milljað króna á hverju ári. Þar er við störf s.k. málfarsráðunautur sem helst er þekktur fyrir að hafa komið orðskrípinu ,,fössari“ á framfæri. Mér skilst að þegar ,,fössarinn“ rennur upp fari menn með ,,fjölluna“ í bæinn til að gæða sér á ,,pullum“ og ,,fröllum.“ Ljóta ruglið! Málfarsráðunautnum væri sæmra að venja íþróttafréttamenn RUV af þeirri meinvillu að fólk hampi titlum. Það gerir enginn nema halda á skiltum þar sem stendur ,,herra“ ; ,,frú“ ; ,,doktor“ eða ,,séra“. Menn (og konur) vinna titla en hampa verðlaunagripum einkum bikurum. Íþróttafréttamenn og konur eru allra verst meðal jafningja í meðferð móðurmálsins og væri þarfaverk að láta þau sitja nokkur íslenskunámskeið. Fjölmiðlar virðast einnig spara við sig prófarkalestur illu heilli. Margt annað verður mönnum að meini í fjölmiðlum. Þar ber oft á góma að einhver sé ekki eins og afi sinn eða amma sín eða að félagi sinn hafi átt góða sendingu á eh. einstakling. Einnig hafa fjölmiðlungar fundið upp sögnina að ,,olla“ sbr. að eitthvað eða einhver hafi ollið tjóni. Gleymum ekki að minnast á eitt og tvö enn einfalt og tvöfalt i og ekki síst setningaskipan og áherslur. Þar veður uppi ,,ísl-enska“ með áherslu á annað atkvæði en ekki fyrsta. Lesnir auglýsingatímar eru mjög lýsandi fyrir þessa plágu. Jafnvel gamalreyndir þulir lenda í þessari gryfju og liggja þar. Ætla ekki að byrja að minnast á meðferð fólks á málsháttum eða spakmælum. Stjórnmálamaður einn lagði til um daginn að menn leggðu hönd á dekk!? Væntanlega ekki klókt af sveitamanni að bregða fyrir sig sjómannamáli. Auglýsingafrömuðir kosta kapps um að lítilsvirða móðurmálið daglega. Nýlega varð uppi fótur og fit vegna auglýsingaherferðar sem átti að fara fram á ensku. Fór þar framarlega í flokki aflagður prófessor sem eyðir miklu af tíma sínum í að tala niður ævistarfið. Í þetta sinn blöskraði prófessornum góðu heilli og herferðinni var breytt. Engan hef ég þó heyrt hallmæla s.k. ,,tax-free“ afslætti sem er auglýstur reglulega eða því að ,,kötta“ eigi niður verð. Menn eiga að vera sjálfum sér samkvæmir og ráðast gegn enskuslettum í auglýsingum hvarvetna. Nýleg ákvörðun Flugleiða (e.Icelandair) að setja íslensku framar ensku er ágætis viðleitni ásamt því að Ísavia virðist ætla að snúa af villu síns vegar. Það er góðu heilli gjört. Það þarf þjóðarátak til að verja íslenska tungu og styrkja hana til framtíðar. Þar þarf samræmdar aðgerðir margra. Þau sem eiga að draga vagninn eru ekki traustvekjandi eða til átaka fallin. Ágætis byrjun væri ef Alþingi skilyrti ríkisvæðingu fjölmiðla með því að bætt málfar sé í hávegjum haft. Annars verði styrkir afturkallaðir. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar