Endalaus hryllingur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. október 2022 11:00 Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Klám Hernaður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almenna borgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér. Konur og börn leggja á flótta, við hér á Íslandi svo og í Evrópu allri gerum hvað við getum að taka vel á móti úkraínskum flóttamönnum. En þar með er hryllingi þeirra ekki lokið. Notkun á leitarorðum eins og „úkraínskt klám“, „úkraínskar fylgdarkonur“, „úkraínskar konur fyrir kynlíf“ hefur aukist um 200-600%. Því miður er varnarlaust fólk oft nýtt til kynlífsþrælkunar og flóttamenn eru varnarlausir. Ísland er engin undantekning og þess hefur orðið vart hér að menn hafa boðist til að hýsa úkraínskar konur sérstaklega á ákveðnu aldursbili og jafnvel farið fram á vinnuframlag svo fáein dæmi séu tekin. Í nágrannalöndum okkar er tekið á móti flóttamönnum í sértækum búsetuúrræðum. Svæðin eru lokuð öðrum til að vernda flóttafólkið. Bæði í Noregi og Danmörku er tekið á móti umsækjendum á einum stað þar sem það býr fyrst um sinn, þar eru skólar og leikskólar, félagsaðstaða, læknisþjónusta, sálfræðiþjónusta og almenn þjónusta og utanumhald utan um þetta viðkvæma fólk. Hjá okkur er þessu ekki svo komið heldur eru búsetuúrræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar mjög víða. Fólkið flytur á milli úrræða og börnin mæta beint inn í næsta hverfisskóla. Skólinn veit ekkert um þessi börn fyrr en þau mæta og hefur litlar sem engar bjargir til að veita nauðsynlega þjónustu. Með vaxandi fjölda flóttafólks hér á landi er nauðsynlegt að breyta verklagi okkar, gera kerfið skilvirkara og tryggja að við veitum því fólki sem þarf vernd raunverulega verndi. Börnin þurfa að vera í fyrsta sæti og fá þjónustu við hæfi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun