Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Þagga niður í óánægjuröddum með árásum á óbreytta borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 11:36 Rússar hafa skotið eldflaugum að mörgum borgum Úkraínu á undanförnum dögum. AP/Leo Correa Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði. Bæði Rússar og Úkraínumenn undirbúa sig fyrir veturinn. Úkraínumenn segjast ætla að halda árásum á Rússa áfram, þar til veturinn gerir það ómögulegt, og Rússar hafa varið miklu púðri í að bæta varnir sínar og fylla upp í raðirnar með því markmiði að halda því landsvæði sem þeir hafa náð. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Síðustu daga hefur sprengjum rignt yfir borgir Úkraínu og vinna bakhjarlar ríkisins að því að útvega þeim fleiri og betri loftvarnarkerfi. Markmiðið virðist vera að draga úr aðgengi óbreyttra borgara að vatni, rafmagni og hita í vetur. Ráðamenn í Kænugarði hafa ákveðið að skammta fólki rafmagn og hafa íbúar í borginni verið beðnir um að forðast mikla rafmagns- og vatnsnotkun á annatímum. Sambærilegar árásir hafa verið gerðar á aðrar borgir Úkraínu. Hreinsað upp eftir eldflaugaárás á Saporisjía.AP/Leo Correa Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði á mánudaginn að árásirnar hefðu verið gerðar vegna sprengingarinnar á brúnni yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Rússar segja leyniþjónustu Úkraínu bera ábyrgð á árásinni en brúin er gífurlega mikilvæg birgðalína fyrir hersveitir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Rússneska leyniþjónustan handtekur átta vegna sprengingarinnar á Kerch brú Segja árásirnar líklega vera stríðsglæp Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna og G7-ríkjanna hafa gagnrýnt árásir Rússa harðlega og meðal annars sagt þær líklega stríðsglæpi en minnst nítján óbreyttir borgarar hafa fallið í þeim, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá áðurnefndar árásir hafi verið umfangsmiklar er alfarið óljóst hvort þær hafi í raun skilað Rússum nokkrum árangri. Þær breyta ekki stöðunni á víglínum landsins þar sem Rússar eiga að mestu undir högg að sækja. Þar að auki er ólíklegt að Rússar geti haldið árásum sem þessum til streitu þar sem eldflaugarnar sem þeir notuðu eru mjög kostnaðarsamar og tímafrekt að framleiða þær. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa einnig gert Rússum erfitt að koma höndum yfir margskonar tæknibúnað sem er mikilvægur framleiðslu þessara eldflauga. Rússneskir hermenn skjóta á Úkraínumenn.AP/Alexei Alexandrov Líklegast er að árásirnar hafi að mestu verið gerðar fyrir almenning í Rússlandi, sem hefur orðið sífellt meira gagnrýninn á stríðsreksturinn samhliða slæmu gengi hersveita Rússlands. Árásunum hefur verið fagnað í rússneskum fjölmiðlum og strax í kjölfar árásanna á mánudaginn lýsti Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, því yfir að hann væri nú sáttur við framgang hinnar sértæku hernaðaraðgerðar, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Kadyrov hafði þar áður verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn hersins og það hvernig búið er að halda á spöðunum varðandi innrásina. Eins og áður segir hafa árásirnar þó litlu breytt varðandi stöðu hersveita Rússlands í Úkraínu. „Hersveitir Rússa eru örmagna“ Jeremy Fleming, yfirmaður GCHQ sem er bresk leyniþjónusta, sagði í gær að rússneski herinn væri í gífurlega slæmu ásigkomulagi og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði gert umfangsmikil mistök. Sjá einnig: Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu „Hersveitir Rússa eru örmagna. Notkun fanga til að fylla upp í raðir þeirra og herkvaðning tuga þúsunda óreyndra manna er til marks um örvæntingu,“ sagði Fleming í ávarpi í Lundunum í gær. Hann sagði yfirvöld í Bretlandi vita til þess að birgðir og skotfæri Rússa væru af skornum skammti og það sama mætti segja um vini Rússlands. Fleming ítrekaði þó að Rússar hefðu enn getu til að gera árásir á Úkraínu, eins og eldflauga- og drónaárásir þeirra síðustu daga hefðu sýnt. Director GCHQ Sir Jeremy Fleming also addresses the war in Ukraine, saying how Putin has misjudged the situation, with his plan hitting the courageous reality of Ukrainian defence.Join the conversation using #RUSIxGCHQ @RUSI_org pic.twitter.com/qWOeHTvo5E— GCHQ (@GCHQ) October 11, 2022 Áhersla lögð á bættar loftvarnir Svo virðist sem að ráðamenn í Rússlandi hafi tekið þá ákvörðun að nota eldflaugar og dróna sem Rússar keyptu frá Íran, til að grafa undan innviðum Úkraínumanna fyrir veturinn. Árásirnar hafa að einhverju leyti beinst að orkuverum og dreifikerfi landsins en flestar sprengjur Rússa virðast þó hafa lent í íbúðarhverfum í borgum Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 41 af um áttatíu eldflaugum sem Rússar skutu á mánudaginn en betri loftvarna sé þörf í ljósi þess að þeir þurfa bæði að geta varið borgir landsins og hermenn á víglínunum. Í ljósi þessara árása hafa Úkraínumenn beðið bakhjarla sína um að hjálpa sér við loftvarnir. Þjóðverjar brugðust fljótir við og sendu í gær hátæknilegt loftvarnarkerfi til landsins, það fyrsta af fjórum. Það kallast IRIS-T og er hannað til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Loftvarnarkerfið er svo nýtt að her Þýskalands á það ekki enn. "State-of-the-art IRIS-T SLM has been delivered from Germany to #Ukraine! Very important support to Ukraine in its fight against missile shelling, against terror," said Defence Minister Lambrecht at the Ramstein meeting before the #NATO defence ministerial in #Brussels— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) October 12, 2022 Bandaríkjamenn ætla einnig að senda Úkraínumönnum svokölluð NASAMS loftvarnarkerfi, sem er sambærilegt IRIS-T og var þróað í Noregi og Bandaríkjunum. Tvö kerfi verða afhent Úkraínumönnum á næstu tveimur mánuðum og hafa Bandaríkjamenn lofað sex kerfum til viðbótar til lengri tíma. Fulltrúar nærri því fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funda í Brussel í dag og munu þeir þar á meðal ræða loftvarnir Úkraínu og hvernig megi koma fleiri kerfum til landsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í morgun að betri loftvarnir væru í forgangi fyrir Úkraínumenn. Það hefur þó reynst erfitt þar sem háþróuð loftvarnarkerfi til að skjóta niður eldflaugar og dróna eru af skornum skammti. Biðlisti eftir nýjum kerfum Í frétt Financial Times (áskriftarvefur) segir að framleiðsla þessara kerfa sé einnig kostnaðarsöm og tímafrek. Nú þegar sé beðið eftir nýjum kerfum í mörgum Vesturlöndum. Miðillinn segir ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum leita að loftvarnarkerfum sem hægt sé að senda til Úkraínu hið snarasta en það hafi reynst erfitt. Fyrir utan það að biðlistar séu langir séu tiltölulega fá kerfi til á Vesturlöndum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Rússar hafa aldrei getað tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Úkraínu og er það talið hafa komið verulega niður á innrás Rússa. Frá fjöldagröf sem fannst nýverið í Lymann en sá bær var nýlega frelsaður úr höndum Rússa.AP/Francisco Seco Ólíklegt að Hvítrússar grípi til vopna Alexander Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, lýsti því yfir í vikunni að hann hefði skrifað undir hernaðarsamkomulag við Pútin. Við það höfðu margir áhyggjur af því að Hvítrússar ætluðu að aðstoða Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Rússar hafa notað Hvíta-Rússland með ýmsum hætti við innrásina. Meðal annars gerðu þeir innrás þaðan í upphafi stríðsins og hafa verið með þyrlur og herflugvélar þar. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir Hvítrússa og tekið þaðan skotfæri og hergögn. Þá eru Rússar sagðir hafa komið fyrir miklum fjölda dróna frá Íran í Hvíta-Rússlandi. Þeir drónar hafa verið notaðir til árása á borgir í norðanverðri Úkraínu. Annars þykir ólíklegt að Hvítrússar grípi til vopna og ráðist á Úkraínu. Alexander Lúkasjenka á fundi með herforingjum sínum í vikunni.AP/Nikolai Petrov Lúkasjenka hefur hingað til ekki viljað taka þátt í átökunum og það er ekki að ástæðulausu. Her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Þá segja sérfræðingar sem AP ræddi við segja að Hvítrússar hafi engan áhuga á átökum við Úkraínumenn. Almenningur í Hvíta-Rússlandi styðji innrás Rússa engan veginn og að hermenn gætu neitað skipunum um að ráðast á Úkraínu. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar NATO Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10. október 2022 16:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bæði Rússar og Úkraínumenn undirbúa sig fyrir veturinn. Úkraínumenn segjast ætla að halda árásum á Rússa áfram, þar til veturinn gerir það ómögulegt, og Rússar hafa varið miklu púðri í að bæta varnir sínar og fylla upp í raðirnar með því markmiði að halda því landsvæði sem þeir hafa náð. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Síðustu daga hefur sprengjum rignt yfir borgir Úkraínu og vinna bakhjarlar ríkisins að því að útvega þeim fleiri og betri loftvarnarkerfi. Markmiðið virðist vera að draga úr aðgengi óbreyttra borgara að vatni, rafmagni og hita í vetur. Ráðamenn í Kænugarði hafa ákveðið að skammta fólki rafmagn og hafa íbúar í borginni verið beðnir um að forðast mikla rafmagns- og vatnsnotkun á annatímum. Sambærilegar árásir hafa verið gerðar á aðrar borgir Úkraínu. Hreinsað upp eftir eldflaugaárás á Saporisjía.AP/Leo Correa Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði á mánudaginn að árásirnar hefðu verið gerðar vegna sprengingarinnar á brúnni yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Rússar segja leyniþjónustu Úkraínu bera ábyrgð á árásinni en brúin er gífurlega mikilvæg birgðalína fyrir hersveitir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Rússneska leyniþjónustan handtekur átta vegna sprengingarinnar á Kerch brú Segja árásirnar líklega vera stríðsglæp Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna og G7-ríkjanna hafa gagnrýnt árásir Rússa harðlega og meðal annars sagt þær líklega stríðsglæpi en minnst nítján óbreyttir borgarar hafa fallið í þeim, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá áðurnefndar árásir hafi verið umfangsmiklar er alfarið óljóst hvort þær hafi í raun skilað Rússum nokkrum árangri. Þær breyta ekki stöðunni á víglínum landsins þar sem Rússar eiga að mestu undir högg að sækja. Þar að auki er ólíklegt að Rússar geti haldið árásum sem þessum til streitu þar sem eldflaugarnar sem þeir notuðu eru mjög kostnaðarsamar og tímafrekt að framleiða þær. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa einnig gert Rússum erfitt að koma höndum yfir margskonar tæknibúnað sem er mikilvægur framleiðslu þessara eldflauga. Rússneskir hermenn skjóta á Úkraínumenn.AP/Alexei Alexandrov Líklegast er að árásirnar hafi að mestu verið gerðar fyrir almenning í Rússlandi, sem hefur orðið sífellt meira gagnrýninn á stríðsreksturinn samhliða slæmu gengi hersveita Rússlands. Árásunum hefur verið fagnað í rússneskum fjölmiðlum og strax í kjölfar árásanna á mánudaginn lýsti Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, því yfir að hann væri nú sáttur við framgang hinnar sértæku hernaðaraðgerðar, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Kadyrov hafði þar áður verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn hersins og það hvernig búið er að halda á spöðunum varðandi innrásina. Eins og áður segir hafa árásirnar þó litlu breytt varðandi stöðu hersveita Rússlands í Úkraínu. „Hersveitir Rússa eru örmagna“ Jeremy Fleming, yfirmaður GCHQ sem er bresk leyniþjónusta, sagði í gær að rússneski herinn væri í gífurlega slæmu ásigkomulagi og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði gert umfangsmikil mistök. Sjá einnig: Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu „Hersveitir Rússa eru örmagna. Notkun fanga til að fylla upp í raðir þeirra og herkvaðning tuga þúsunda óreyndra manna er til marks um örvæntingu,“ sagði Fleming í ávarpi í Lundunum í gær. Hann sagði yfirvöld í Bretlandi vita til þess að birgðir og skotfæri Rússa væru af skornum skammti og það sama mætti segja um vini Rússlands. Fleming ítrekaði þó að Rússar hefðu enn getu til að gera árásir á Úkraínu, eins og eldflauga- og drónaárásir þeirra síðustu daga hefðu sýnt. Director GCHQ Sir Jeremy Fleming also addresses the war in Ukraine, saying how Putin has misjudged the situation, with his plan hitting the courageous reality of Ukrainian defence.Join the conversation using #RUSIxGCHQ @RUSI_org pic.twitter.com/qWOeHTvo5E— GCHQ (@GCHQ) October 11, 2022 Áhersla lögð á bættar loftvarnir Svo virðist sem að ráðamenn í Rússlandi hafi tekið þá ákvörðun að nota eldflaugar og dróna sem Rússar keyptu frá Íran, til að grafa undan innviðum Úkraínumanna fyrir veturinn. Árásirnar hafa að einhverju leyti beinst að orkuverum og dreifikerfi landsins en flestar sprengjur Rússa virðast þó hafa lent í íbúðarhverfum í borgum Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 41 af um áttatíu eldflaugum sem Rússar skutu á mánudaginn en betri loftvarna sé þörf í ljósi þess að þeir þurfa bæði að geta varið borgir landsins og hermenn á víglínunum. Í ljósi þessara árása hafa Úkraínumenn beðið bakhjarla sína um að hjálpa sér við loftvarnir. Þjóðverjar brugðust fljótir við og sendu í gær hátæknilegt loftvarnarkerfi til landsins, það fyrsta af fjórum. Það kallast IRIS-T og er hannað til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Loftvarnarkerfið er svo nýtt að her Þýskalands á það ekki enn. "State-of-the-art IRIS-T SLM has been delivered from Germany to #Ukraine! Very important support to Ukraine in its fight against missile shelling, against terror," said Defence Minister Lambrecht at the Ramstein meeting before the #NATO defence ministerial in #Brussels— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) October 12, 2022 Bandaríkjamenn ætla einnig að senda Úkraínumönnum svokölluð NASAMS loftvarnarkerfi, sem er sambærilegt IRIS-T og var þróað í Noregi og Bandaríkjunum. Tvö kerfi verða afhent Úkraínumönnum á næstu tveimur mánuðum og hafa Bandaríkjamenn lofað sex kerfum til viðbótar til lengri tíma. Fulltrúar nærri því fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funda í Brussel í dag og munu þeir þar á meðal ræða loftvarnir Úkraínu og hvernig megi koma fleiri kerfum til landsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í morgun að betri loftvarnir væru í forgangi fyrir Úkraínumenn. Það hefur þó reynst erfitt þar sem háþróuð loftvarnarkerfi til að skjóta niður eldflaugar og dróna eru af skornum skammti. Biðlisti eftir nýjum kerfum Í frétt Financial Times (áskriftarvefur) segir að framleiðsla þessara kerfa sé einnig kostnaðarsöm og tímafrek. Nú þegar sé beðið eftir nýjum kerfum í mörgum Vesturlöndum. Miðillinn segir ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum leita að loftvarnarkerfum sem hægt sé að senda til Úkraínu hið snarasta en það hafi reynst erfitt. Fyrir utan það að biðlistar séu langir séu tiltölulega fá kerfi til á Vesturlöndum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Rússar hafa aldrei getað tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Úkraínu og er það talið hafa komið verulega niður á innrás Rússa. Frá fjöldagröf sem fannst nýverið í Lymann en sá bær var nýlega frelsaður úr höndum Rússa.AP/Francisco Seco Ólíklegt að Hvítrússar grípi til vopna Alexander Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, lýsti því yfir í vikunni að hann hefði skrifað undir hernaðarsamkomulag við Pútin. Við það höfðu margir áhyggjur af því að Hvítrússar ætluðu að aðstoða Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Rússar hafa notað Hvíta-Rússland með ýmsum hætti við innrásina. Meðal annars gerðu þeir innrás þaðan í upphafi stríðsins og hafa verið með þyrlur og herflugvélar þar. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir Hvítrússa og tekið þaðan skotfæri og hergögn. Þá eru Rússar sagðir hafa komið fyrir miklum fjölda dróna frá Íran í Hvíta-Rússlandi. Þeir drónar hafa verið notaðir til árása á borgir í norðanverðri Úkraínu. Annars þykir ólíklegt að Hvítrússar grípi til vopna og ráðist á Úkraínu. Alexander Lúkasjenka á fundi með herforingjum sínum í vikunni.AP/Nikolai Petrov Lúkasjenka hefur hingað til ekki viljað taka þátt í átökunum og það er ekki að ástæðulausu. Her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Þá segja sérfræðingar sem AP ræddi við segja að Hvítrússar hafi engan áhuga á átökum við Úkraínumenn. Almenningur í Hvíta-Rússlandi styðji innrás Rússa engan veginn og að hermenn gætu neitað skipunum um að ráðast á Úkraínu.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar NATO Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10. október 2022 16:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10. október 2022 16:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent