Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. október 2022 07:31 Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Strætó Borgarlína Garðabær Viðreisn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun