Börn eru að kalla eftir hjálp Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir skrifa 11. október 2022 16:00 Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun