Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 5. október 2022 13:01 Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Vatnajökulsþjóðgarður Miðflokkurinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar