Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 5. október 2022 13:01 Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Vatnajökulsþjóðgarður Miðflokkurinn Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun