Af þeim átta málum sem forsætisráðherra boðar eru þjóðaröryggismálin áberandi í rýni á beinum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og þingsályktun um þjóðaröryggisstefnuna. Hún boðar einnig frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann.

Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram tuttugu mál, mörg þeirra umdeild. Þar má nefn breytingar á lögum um útlendinga, frumvarp um fækkun sýslumanna, breytingar á lögreglulögum meðforvirkum heimildum, breytingar á vopnalögum og áfengislögum svo eitthvað sé nefnt.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra hyggist leggja fram tólf mál. Þeirra á meðal eru frumvörp um lögfestingu desemberuppbótar áatvinnuleysisbætur og rýmkun áatvinnuréttindum útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins.

Fjármála- og efnahagsráðherra er eðli málsins með mörg mál, eða 31. Þeirra á meðal er frumvarp um rýmkun heimilda lífeyrissjóða til fjárfestinga í útlöndum, breytingar á gjaldtöku vegna notkun bifreiða og flýti- og umferðargjöld vegna vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Heilbrigðisráðherra er með ellefu mál á þingmálaskránni, meðal annars um hækkun starfsaldurs heilbrigðisstarfsmanna, refsiábyrgð íheilbrigðisþjónustunni og síðan frumvarp um neysluskammta fíkniefna sem velkst hefur um í þinginu í mörg ár.

Innviðaráðherra er með 19 mál á sinni könnu. Þeirra á meðal umdeilt frumvarp um leigubifreiðar, annað um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði og svo stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða.
Matvælaráðherra er með tólf mál, þar af nokkur sem lúta að stjórnun fiskveiða og gætu reynst umdeild.
Menningar- og viðskiptaráðherra leggur fram 21 mál, meðal annars um skráningu raunverulegra eigenda hlutafélaga og styrki til fjölmiðla.
Mennta- og barnamálaráðherra boðar heildarendurskoðun á lögum um barnavernd meðal sinna sjö mála.
Umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra boðar 17 mál, meðal annars um bann við olíuleit í lögsögu Íslands.
Utanríkisráðherra verður með 15 mál og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fimm mál.