Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 12:11 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og formaður ráðsins. Vísir/Sigurjón Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu. Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira