Tímabært að lengja fæðingarorlof Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. september 2022 11:30 Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alþingi Félagsmál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun