Tímabært að lengja fæðingarorlof Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. september 2022 11:30 Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alþingi Félagsmál Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar