Haukfránn og Trippa-Jón Ármann Jakobsson skrifar 28. september 2022 10:02 Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun