Fyrsta sprengingin greindist klukkan 2:03 í fyrrinótt, að staðartíma, og sú síðari klukkan 19:04 í gærkvöldi. Sérfræðingar sem SVT ræddi við segja ljóst að um sprengingar sé að ræða. Ein þeirra er sögð hafa verið svo stór að hún mældist sem 2,3 stiga jarðskjálfti.
Yfirvöld í Þýskalandi er sögð rannsaka atvikin sem skemmdarverk.
Sjá einnig: Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir
Tveir lekar hafa greinst á NS-1 og einn á NS-2. Allir lekarnir eru á svipuðum slóðum skammt frá Borgundarhólmi en gasið frá þeim stærsta hefur valdið umbroti á yfirborðinu sem er allt að kílómetri í þvermál.
Flugher Danmerkur tók í dag meðfylgjandi myndband.
Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Rússar skrúfuðu fyrir flæði gass um leiðsluna í september. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en leiðslan hefur ekki verið tekin í notkun vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu.
Mikið magn af gasi er í leiðslunum, þó þær séu ekki í notkun.
Here are the positions of gas leaks north east and south east of Bornholm. pic.twitter.com/vT6Miwu2ub
— Mikael Lindström (@mikaellindstro2) September 27, 2022