Málsókn gegn Facebook fyrir brot á Íslenskum samkeppnislögum Ástþór Magnússon skrifar 27. september 2022 13:31 Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar