Hörður hættir í Macland Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:59 Hörður Ágústsson hefur lengi verið kallaður Höddi í Macland eða Höddi Mac. STVF Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp. „Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022 Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
„Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022
Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira