Hörður hættir í Macland Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:59 Hörður Ágústsson hefur lengi verið kallaður Höddi í Macland eða Höddi Mac. STVF Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp. „Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022 Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Það var kominn tími til þess að skipta um vettvang. Maður er búinn að vera lengi á sama staðnum og mig langaði að prófa mig í einhverju öðru. Ég var orðinn alveg ágætur í því að vinna í Apple-heiminum en maður gleymir því líka að þegar maður er búinn að vera í tólf ár í einhverju einu þá þarf maður kannski aðeins að ögra sér meira en það,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Úr stofunni heima Það eru komin 12 ár síðan fyrirtækið var stofnað og hefur það stækkað töluvert. Fyrsta búðin var opnuð árið 2010 í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg og var meðal annars á Laugavegi 17 í átta ár. Nú rekur Macland verslun og Apple-verkstæði í Kringlunni. „Það er gaman að horfa til baka. Það er svona það sem maður er búinn að vera að gera síðustu vikuna, bara að horfa til baka og sjá hvað þetta breyttist frá því að vera í stofunni heima hjá manni í eitthvað allt annað. Ekki bjóst maður við því að það myndi gerast,“ segir Hörður og hlær. „Ég er orðinn svo gamall“ Hörður segir of snemmt að gefa nánari upplýsingar um verkefnið sem hann kemur til að vinna að hjá Hopp en leggur áherslu á að verkefnið skipti hann miklu máli. Hann gerir ráð fyrir því að það verði kynnt fljótlega. Hörður segir Apple áhugann þó enn vera til staðar: „Það verður erfitt að breyta úr því úr þessu. Það er of seint að skipta, ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. Hörður greindi frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikil viðbrögð við tístinu: RIP Höddi Mac. Elsku vinir, við Svala höfum sagt skilið við Macland. Þessum kafla í okkar lífi er nú lokið. RIP Höddi Mac 🙃Næstu mánuði mun ég vinna að gríðarlega spennandi verkefni með Hopp Reykjavík, m.a. Hopp deilibílum sem er mikið passion project fyrir mig persónulega. 🥰— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 26, 2022
Vistaskipti Tækni Apple Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira