Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. september 2022 07:00 Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Frumvarpið tekur á mikilvægi þess að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í erfitt og kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgunar til að freista þess að eignast barn upplifi að reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þeirra fyrir brjósti og þeim til aðstoðar - í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Fólk verði ekki pínt til að farga fósturvísum Meðal annars tekur frumvarpið á þeim vondu reglum núgildandi laga sem neyða fólk sem á fósturvísa til að eyða þeim ef það slítur samvistum eða annað þeirra andast - þrátt fyrir að það liggi fyrir vilji og samþykki beggja um að fósturvísarnir verði nýttir. Þannig getur sú ósanngjarna staða komið upp að þrátt fyrir að fyrrverandi par sé sammála um að annar aðilinn nýti fósturvísi eða ákveður að eignast barn saman þrátt fyrir sambandsslit þá banna núgildandi lög það. Sömuleiðis getur sú hryllilega sorglega staða komið upp að fólk sem stendur frammi fyrir veikindum og vill eiga fósturvísa í geymslu t.d. vegna krefjandi lyfjameðferða megi svo ekki nýta þá ef annað þeirra andast þrátt fyrir skýran vilja þeirra um að það verði gert. Þetta fyrirkomulag núgildandi laga er alltof stíft og sársaukafullt og þjónar engum tilgangi ef skýr vilji tveggja fullorðinna einstaklinga liggur fyrir. Þessu verður að breyta. Fósturvísar dýrmætari en gull Annað atriði sem vert er að nefna er að í frumvarpinu er gefin heimild fyrir því að gefa fullbúinn fósturvísi, þó ekki í ábataskyni. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er mér óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg, en óheimilt er að gefa fósturvísi úr sama eggi og sama sæði. Blessunarlega eru það ekki margir sem eru í þeirri stöðu að geta hvorki notað egg sín eða sæði af einhverjum ástæðum en í þeim aðstæðum er fyrir þá einstaklinga dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf. Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingar geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Þess í stað skal byggt á upplýstu, skriflegu og vottuðu samþykki beggja einstaklinga. Lög eiga að vera fyrir fólk Frumvarpið miðar einfaldlega að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga fjölskyldulífi sínu eins og það vill. Lög og reglur eru fyrir fólk og löggjafinn á ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann og auka tækifæri fólks til að búa til fjölskyldu. Það var góð upplifun að mæla fyrir þessu mikilvæga máli í þingsal. Fyrir utan að fulltrúar frá öllum flokkum sem starfa á Alþingi vildu vera með mér á málinu voru viðbrögð þeirra sem tóku til máls í þingsal undantekningarlaust styðjandi við málið. Það ber því vonandi með sér að það eigi möguleika á að verða að lögum sem fyrst því fyrir það fólk sem er í vandræðum vegna stífra reglna núgildandi laga munu þessar breytingar skipta öllu heimsins máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun