Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun