Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Haukur Skúlason skrifar 21. september 2022 13:30 Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar