Uppsetning og umsýsla rafhleðslukerfa í fjölbýli er á ábyrgð húsfélags Daníel Árnason skrifar 16. september 2022 14:01 Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Vistvænir bílar Bílar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun