Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2022 20:59 Börn drottningarinnar stóðu vaktina við líkkistu móður þeirra í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í dag. Jane Barlow - WPA Pool/Getty Images Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann. Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28