Hjónin greindu frá gleðitíðindunum á Instagram rétt í þessu. Þau birtu fallega mynd af sér í sínu fínasta pússi fyrir utan dómkirkjuna í Reykjavík og sögðu einfaldlega „Nýgift!“
Hamingjuóskum hefur ringt yfir hjónakornin á samfélagsmiðlum og Vísir sendir þeim að sjálfsögðu hamingjuóskir.
Hjónin hafa verið saman frá árinu 2016 og árið 2018 fór Sóli á skeljarnar í París.
Saman eiga þau tvö börn og fyrir átti Viktoría dóttur og Sóli tvo drengi.