Vanhugsað pennastrik í heilbrigðisráðuneytinu Hópur starfsfólks á starfsendurhæfingarsviði Reykjalundar skrifar 9. september 2022 11:31 Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð. Þó ekki þurfi að koma á óvart að svo gömul saga taki enda og orðið hafi miklar og jákvæðar breytingar á starfsendurhæfingu á Íslandi með tilkomu Virk, eru það mun verri tíðindi en virðist við fyrstu sýn að leggja af þessa einu sérhæfðu starfsendurhæfingardeild innan heilbrigðiskerfisins. Hér er barninu kastað út með baðvatninu þegar heilbrigðisráðuneytið losar sig við verkefni yfir í annað ráðuneyti. Nær væri að endurskipuleggja og styrkja starfsendurhæfingu í heilbrigðiskerfinu og bæta með því bæði heilbrigðisþjónustuna og hjálpa Virk að sinna betur hlutverki sínu í félags- og vinnumarkaðskerfinu. Engum stendur það nær en okkur, brátt fyrrum, starfsmönnum starfsendurhæfingarsviðs Reykjalundar að benda á hvaða þýðingu það hefur fyrir heilbrigðiskerfið að leggja niður þessu einstöku þverfaglegu starfsendurhæfingu. Það kunna að verða örlagarík mistök, en þurfa ekki að verða. Hvað er starfsendurhæfing? Rétt er að skýra fyrst hvað felst í hugtakinu starfsendurhæfing og hvaða munur er á þverfaglegri starfsendurhæfingu í heilbrigðiskerfi og atvinnutengdri starfsendurhæfingu hjá Virk. Starfsendurhæfing í heilbrigðiskerfi notar vinnu bæði sem aðferð og markmið í endurhæfingu. Þarna er umhverfi sem líkist vinnustað, en þátttakendur njóta jafnframt stuðnings fagfólks. Á vinnustaðnum eru iðjuþjálfarar og aðstoðarmenn þeirra, en jafnframt starfar á sviðinu teymi annarra heilbrigðisstarfsmanna sem skipuleggur dagskrá með líkamsþjálfun og fræðslu og veitir eftir þörfum einstaklingsbundna sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun, sálfræðiþjónustu, læknisþjónustu og félagsráðgjöf. Þessi fjölbreytta þjónusta er ekki einungis nálæg og tiltæk á einum stað, heldur vinnur þetta fólk saman í teymi með þeim sem sækja endurhæfinguna svo allir stefni að sama marki . Markmiðið er þátttaka og hlutdeild í gangverki samfélagsins á forsendum einstaklings. Oftast er markmið að verða fær til launavinnu eða náms, en er þó fyrst og fremst að hámarka þá færni til starfa og virkni, sem mögulegt er að ná. Litið er á afleiðingar sjúkdóma, slysa og áfalla sem hluta heilsufarsvandamálsins og þess vegna á þessi endurhæfing heima í heilbrigðiskerfinu. Virkni og vinna er hér fyrst og fremst liður í lækningu og bata, en ekki þjónusta fyrir vinnumarkaðinn. Starfsendurhæfing á vegum Virk er skilgreind sem atvinnutengd starfsendurhæfing. Bakhjarl starfseminnar eru aðilar atvinnulífsins, verkalýðshreyfing og Samtök atvinnulífsins með stuðningi lífeyrissjóða og ríkis. Þessi endurhæfing er á forsendum atvinnulífsins, styrkir vinnuaflið í landinu og bætir réttindi fólks sem glímir við heilsubrest og vill komast aftur á vinnumarkað. Virk skipuleggur og kaupir í þessu skyni þjónustu úr ýmsum áttum, en það er ekki hlutverk Virk að taka yfir verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Starfsendurhæfing á Reykjalundi er sérhæfð meðferð með sérstakri aðstöðu og sérmenntuðu starfsfólki. Eðli verkefnisins kallar á að boðin sé lengri endurhæfing en annars er gert á Reykjalundi, en er þrátt fyrir það ekki fjárfrekt úrræði því hver dagur kostar minna en önnur þverfagleg endurhæfing. Arðsemin er hins vegar augljós. Þessi litla eining sem þjónar 40-50 manns á ári hefur samt orðið til þess að fjöldi fólks, ekki síst ungs fólks, hefur komið undir sig fótunum og orðið virkt sem þátttakendur í samfélagi og vinnumarkaði til framtíðar. Fólk sem fékk þéttan stuðning og þann tíma sem það þurfti til að ná sínum markmiðum. Það reynist líka hagkvæmt að reka starfsendurhæfingarteymi í tengslum við aðra þverfaglega endurhæfingu og samnýta þannig faglega sérþekkingu, endurhæfingarkunnáttu og aðstöðu. Af öllum sem koma til endurhæfingar á Reykjalundi er um 20% frá vinnu vegna veikinda og af þeim sem telja sig verða vinnufæra eftir endurhæfingu eru tæplega 40% sem ekki stefna þó á sama starf aftur. Nú á samt að leggja þessa starfsemi niður! Gott heilbrigðiskerfi þarf starfsendurhæfingu Starfsendurhæfing getur ekki eingöngu farið fram í félagslega kerfinu, hún hefur líka sitt hlutverk í heilbrigðiskerfinu. Það þarf samfellu frá greiningu og meðferð heilbrigðisvandamála yfir í stigvaxandi virkni og þátttöku, allt til þess að einstaklingur fer út á vinnumarkað. Á þessari leið þurfa ýmsir þverfaglega starfsendurhæfingu áður en atvinnutengd endurhæfing vinnumálakerfisins er tímabær. Heilbrigðiskerfið þarf líka á starfsendurhæfingu að halda. Afleiðingar sjúkdóma og slysa eru hluti af sjúkdómnum og heilsufarsvandamálinu. Meðferð lýkur ekki með síðasta saumi eða lyfjaávísun og endurhæfing er öflugt úrræði og viðbót við aðra meðferð. Starfsendurhæfing hefur þar gengt sérstöku hlutverki með áherslu á iðju, nám og vinnu. Hún er tækifæri til að láta virkni og tíma vinna saman til að komast þangað, sem ekki verður farið með skammvinnum úrræðum. Heilbrigðiskerfið þarf sjálft að geta sýnt seiglu og þolinmæði þegar þörf er á, ekki síður en einstaklingarnir sem berjast við ná markmiðum sínum þrátt fyrir sjúkdóma og fatlanir. Ekki fórna starfsendurhæfingu á Reykjalundi Starfsendurhæfing hefur verið rekin á Reykjalundi frá upphafi, eða í 77 ár; heil mannsævi á tímum gríðarlegra samfélagsbreytinga. Þrátt fyrir það er margt sem ekki hefur breyst þegar sagan er skoðuð. Markmiðinu um gott líf og hlutdeild í samfélaginu verður enn sem áður ekki náð með því einu að glíma við sjúkdómana sem herja á hverjum tíma. Eftir standa afleiðingarnar: brotin skólaganga, brotin sjálfsmynd, andsnúið umhverfi, langvinn andleg, líkamleg og félagsleg hömlun og fötlun. Með því að slíta þennan streng sem starfsendurhæfing á Reykjalundi hefur verið er heilbrigðiskerfið að þrengja sýnina og leyfa óþolinmæðinni að ráða för. Kreppa bráðaþjónustunnar má ekki að verða til þess að reyta fjaðrirnar af endurhæfingarþjónustunni og gleyma markmiðum þess að fólk nái heilsu. Það er heilbrigðiskerfisins að styðja sjúklinga til færni og þátttöku í samfélaginu, ekki síður en bregðast við bráðavanda enda markmið heilbrigðisþjónustunnar samkvæmt lögum að veita fullkomnustu þjónustu sem hægt er á hverjum tíma til verndar líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Við biðjum fólk að gera sér grein fyrir mikilvægi og möguleikum endurhæfingar. Reyna að skilja að fleira býr yfir lækningamætti en hnífur og lyf. Gera sér grein fyrir mikilvægi tímans í lífsferli þeirra sem glíma við afleiðingar sjúkdóma og slysa og styðja óskina um að það fólk fái réttan stuðning á réttum tíma og nægan tíma. Við skorum á heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður starfsendurhæfingarsvið Reykjalundar. Höfundar eru Arnar Már Ármannsson, Gunnhildur Marteinsdóttir, Hans Jakob Beck, Heidi Andersen, Lárus S. Marínusson, Markús Máni Gröndal, Olga Björk Guðmundsdóttir, Stefán Ívar Ívarsson, Svanborg Guðmundsdóttir og Sveindís Anna Jóhannsdóttir og starfa á starfsendurhæfingarsviði Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð. Þó ekki þurfi að koma á óvart að svo gömul saga taki enda og orðið hafi miklar og jákvæðar breytingar á starfsendurhæfingu á Íslandi með tilkomu Virk, eru það mun verri tíðindi en virðist við fyrstu sýn að leggja af þessa einu sérhæfðu starfsendurhæfingardeild innan heilbrigðiskerfisins. Hér er barninu kastað út með baðvatninu þegar heilbrigðisráðuneytið losar sig við verkefni yfir í annað ráðuneyti. Nær væri að endurskipuleggja og styrkja starfsendurhæfingu í heilbrigðiskerfinu og bæta með því bæði heilbrigðisþjónustuna og hjálpa Virk að sinna betur hlutverki sínu í félags- og vinnumarkaðskerfinu. Engum stendur það nær en okkur, brátt fyrrum, starfsmönnum starfsendurhæfingarsviðs Reykjalundar að benda á hvaða þýðingu það hefur fyrir heilbrigðiskerfið að leggja niður þessu einstöku þverfaglegu starfsendurhæfingu. Það kunna að verða örlagarík mistök, en þurfa ekki að verða. Hvað er starfsendurhæfing? Rétt er að skýra fyrst hvað felst í hugtakinu starfsendurhæfing og hvaða munur er á þverfaglegri starfsendurhæfingu í heilbrigðiskerfi og atvinnutengdri starfsendurhæfingu hjá Virk. Starfsendurhæfing í heilbrigðiskerfi notar vinnu bæði sem aðferð og markmið í endurhæfingu. Þarna er umhverfi sem líkist vinnustað, en þátttakendur njóta jafnframt stuðnings fagfólks. Á vinnustaðnum eru iðjuþjálfarar og aðstoðarmenn þeirra, en jafnframt starfar á sviðinu teymi annarra heilbrigðisstarfsmanna sem skipuleggur dagskrá með líkamsþjálfun og fræðslu og veitir eftir þörfum einstaklingsbundna sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun, sálfræðiþjónustu, læknisþjónustu og félagsráðgjöf. Þessi fjölbreytta þjónusta er ekki einungis nálæg og tiltæk á einum stað, heldur vinnur þetta fólk saman í teymi með þeim sem sækja endurhæfinguna svo allir stefni að sama marki . Markmiðið er þátttaka og hlutdeild í gangverki samfélagsins á forsendum einstaklings. Oftast er markmið að verða fær til launavinnu eða náms, en er þó fyrst og fremst að hámarka þá færni til starfa og virkni, sem mögulegt er að ná. Litið er á afleiðingar sjúkdóma, slysa og áfalla sem hluta heilsufarsvandamálsins og þess vegna á þessi endurhæfing heima í heilbrigðiskerfinu. Virkni og vinna er hér fyrst og fremst liður í lækningu og bata, en ekki þjónusta fyrir vinnumarkaðinn. Starfsendurhæfing á vegum Virk er skilgreind sem atvinnutengd starfsendurhæfing. Bakhjarl starfseminnar eru aðilar atvinnulífsins, verkalýðshreyfing og Samtök atvinnulífsins með stuðningi lífeyrissjóða og ríkis. Þessi endurhæfing er á forsendum atvinnulífsins, styrkir vinnuaflið í landinu og bætir réttindi fólks sem glímir við heilsubrest og vill komast aftur á vinnumarkað. Virk skipuleggur og kaupir í þessu skyni þjónustu úr ýmsum áttum, en það er ekki hlutverk Virk að taka yfir verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Starfsendurhæfing á Reykjalundi er sérhæfð meðferð með sérstakri aðstöðu og sérmenntuðu starfsfólki. Eðli verkefnisins kallar á að boðin sé lengri endurhæfing en annars er gert á Reykjalundi, en er þrátt fyrir það ekki fjárfrekt úrræði því hver dagur kostar minna en önnur þverfagleg endurhæfing. Arðsemin er hins vegar augljós. Þessi litla eining sem þjónar 40-50 manns á ári hefur samt orðið til þess að fjöldi fólks, ekki síst ungs fólks, hefur komið undir sig fótunum og orðið virkt sem þátttakendur í samfélagi og vinnumarkaði til framtíðar. Fólk sem fékk þéttan stuðning og þann tíma sem það þurfti til að ná sínum markmiðum. Það reynist líka hagkvæmt að reka starfsendurhæfingarteymi í tengslum við aðra þverfaglega endurhæfingu og samnýta þannig faglega sérþekkingu, endurhæfingarkunnáttu og aðstöðu. Af öllum sem koma til endurhæfingar á Reykjalundi er um 20% frá vinnu vegna veikinda og af þeim sem telja sig verða vinnufæra eftir endurhæfingu eru tæplega 40% sem ekki stefna þó á sama starf aftur. Nú á samt að leggja þessa starfsemi niður! Gott heilbrigðiskerfi þarf starfsendurhæfingu Starfsendurhæfing getur ekki eingöngu farið fram í félagslega kerfinu, hún hefur líka sitt hlutverk í heilbrigðiskerfinu. Það þarf samfellu frá greiningu og meðferð heilbrigðisvandamála yfir í stigvaxandi virkni og þátttöku, allt til þess að einstaklingur fer út á vinnumarkað. Á þessari leið þurfa ýmsir þverfaglega starfsendurhæfingu áður en atvinnutengd endurhæfing vinnumálakerfisins er tímabær. Heilbrigðiskerfið þarf líka á starfsendurhæfingu að halda. Afleiðingar sjúkdóma og slysa eru hluti af sjúkdómnum og heilsufarsvandamálinu. Meðferð lýkur ekki með síðasta saumi eða lyfjaávísun og endurhæfing er öflugt úrræði og viðbót við aðra meðferð. Starfsendurhæfing hefur þar gengt sérstöku hlutverki með áherslu á iðju, nám og vinnu. Hún er tækifæri til að láta virkni og tíma vinna saman til að komast þangað, sem ekki verður farið með skammvinnum úrræðum. Heilbrigðiskerfið þarf sjálft að geta sýnt seiglu og þolinmæði þegar þörf er á, ekki síður en einstaklingarnir sem berjast við ná markmiðum sínum þrátt fyrir sjúkdóma og fatlanir. Ekki fórna starfsendurhæfingu á Reykjalundi Starfsendurhæfing hefur verið rekin á Reykjalundi frá upphafi, eða í 77 ár; heil mannsævi á tímum gríðarlegra samfélagsbreytinga. Þrátt fyrir það er margt sem ekki hefur breyst þegar sagan er skoðuð. Markmiðinu um gott líf og hlutdeild í samfélaginu verður enn sem áður ekki náð með því einu að glíma við sjúkdómana sem herja á hverjum tíma. Eftir standa afleiðingarnar: brotin skólaganga, brotin sjálfsmynd, andsnúið umhverfi, langvinn andleg, líkamleg og félagsleg hömlun og fötlun. Með því að slíta þennan streng sem starfsendurhæfing á Reykjalundi hefur verið er heilbrigðiskerfið að þrengja sýnina og leyfa óþolinmæðinni að ráða för. Kreppa bráðaþjónustunnar má ekki að verða til þess að reyta fjaðrirnar af endurhæfingarþjónustunni og gleyma markmiðum þess að fólk nái heilsu. Það er heilbrigðiskerfisins að styðja sjúklinga til færni og þátttöku í samfélaginu, ekki síður en bregðast við bráðavanda enda markmið heilbrigðisþjónustunnar samkvæmt lögum að veita fullkomnustu þjónustu sem hægt er á hverjum tíma til verndar líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Við biðjum fólk að gera sér grein fyrir mikilvægi og möguleikum endurhæfingar. Reyna að skilja að fleira býr yfir lækningamætti en hnífur og lyf. Gera sér grein fyrir mikilvægi tímans í lífsferli þeirra sem glíma við afleiðingar sjúkdóma og slysa og styðja óskina um að það fólk fái réttan stuðning á réttum tíma og nægan tíma. Við skorum á heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður starfsendurhæfingarsvið Reykjalundar. Höfundar eru Arnar Már Ármannsson, Gunnhildur Marteinsdóttir, Hans Jakob Beck, Heidi Andersen, Lárus S. Marínusson, Markús Máni Gröndal, Olga Björk Guðmundsdóttir, Stefán Ívar Ívarsson, Svanborg Guðmundsdóttir og Sveindís Anna Jóhannsdóttir og starfa á starfsendurhæfingarsviði Reykjalundar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun