Að skapa sína eigin karlmennsku Ástþór Ólafsson skrifar 8. september 2022 11:01 Hvað þarf til, til að vera sinn eiginn karlmaður? Þetta er spurning sem samfélagið reynir að svara vegna þess að orðið karlmennska hefur tekið miklum breytingum síðastliðnu áratugi. Eins og sé verið að endurskilgreina karlmennsku á ný. Af hverju er verið að endurskilgreina karlmennsku? Hafa karlmenn orðið á í messunni þannig að þeir þurfa úrbætur? Hafa þeir ekki verið að standa sig í hlutverki karlmennskunnar? En áður en þessu verður reynt að svara þá þarf að skilja fyrst -hvað þýðir eiginlega karlmennska og hvernig hefur hún verið í gegnum tíðina? Samkvæmt Íslensk nútímamálsorðabók þýðir karlmennska “eiginleikar sem venjulega eru tengdir karlmönnum, manndómur, hreysti” (Íslensk nútímamálsorðabók, e.d.). Það þýðir að karlmenn eigi að vera áræðnir, hugrakkir og þora. En ef við skoðum þýðingu á karlmennsku samkvæmt Merriam-Webster þá koma eiginleikar eins „stolt og töffaraskapur“ (Merriam-Webster, 2022). Þannig tekið saman þá skilgreinist karlmennska sem birtingarmynd af karlmanni sem hægt er að stóla á, er sterkur, veður í hlutina óttalaus og lætur sig fátt um finnast þótt erfiðleikar séu andspænis honum. Þetta kemur heim og saman við hvernig karlmennskan er í dag enda viljum við vera öflugir í lífinu, hvort sem það kemur að því að vera við sjálfir, hvað við tökum okkur fyrir hendi eins og í vinnu eða menntun, við viljum sjá fyrir heimilinu og koma sterklega fram í samfélaginu. En það vantar eitthvað en skoðum það hægt og rólega í gegn. Ef við mátum þetta við hvernig þetta var öldunum áður fyrr þar sem karlmaðurinn sá fyrir fæðu á heimilinu hvort sem hann var steinaldarmaður eða veiðimaður. Þar var konan heima með börnin og sá til þess að þau fengu fæðu og klæðnað. Á meðan karlmaðurinn var úti í villtu náttúrunni að leita af bráð til að fæða fjölskylduna. Síðan fór karlmaðurinn að berjast fyrir fjölskylduna sína eða heimalandinu sínu í stríðum en þá óx þessi stóíska hugmynd. En hún snýst um að standa í storminum með óbifanlegum augum og fara óttalaus inn á vígvöllinn. Konur voru líka að berjast í þessum stríðum. En þarna eru karlmenn farnir að berjast sem Víkingar eða kristnir menn fyrir tilvistinni sinni eða um hver myndi ráða hverjum hluta í Evrópu og víðar (Tarnas, 2010) Þannig ef við horfum á skilgreiningu á karlmennsku hér að ofan þá virðist þetta hljóma í góðu samræmi við Víkingaeðlið og þá stóísku hugsun. Breyttar áherslur karlmennskunnar Þannig karlmaðurinn átti að sjá fyrir heimilinu og berjast í stríðum. Hvernig passar það inn í samfélagið í dag? Við erum vissulega á vígvellinum sem mætti kalla „lífið“ en lífið snýst meira og mina um sem vinnandi afl en þar eru konur sem sjá síðan líka fyrir heimilinu. Þannig þetta með steinaldarmanninn og veiðimanninn eru úrkynjuð hlutverk eða eiga sér tilvist í algjöru lágmarki. Meira sem áhugamál eins og og veiðitúrar í góðum félagsskap í huggulegum sumarbústað. Ekki eins margir hérna áður fyrr sem voru kvíðnir fyrir því að koma ekki heim með bráð sem átti að fæða alla fjölskylduna. Á sama tíma í dag eru konur jafn mikið að afla tekna og karlmaðurinn, þær eru í mörgum tilfellum meira segja að efla meiri tekna en karlmaðurinn. Má segja að þar sé karlmennskan hnignandi afl? Að karlmanninum finnist það vera öfugsnúið að sjá konu sjá fyrir heimilinu bæði sem húsmóðir og í hlutgervingu húsbóndans? Eru ekki margir karlmenn í þeim sporum að sjá fyrir heimilinu og ala upp börn? Líkast til! Þannig þetta með vígvöllinn með þeirri stóísku hugsun á meira orðið heima í hernum eða út frá gengja menningu í undirheimunum. Enda skiptir þar gríðarlegu máli að vera kaldur og ekki láta neitt koma sér úr jafnvægi. Það er sennilega líka nærtækasta umhverfið til að samræmast Víkingatímunum þar sem orðatiltækið „Aðeins þeir sterkur lifa af“ er gjarnan fleygt fram til að styrkja tilvist þess raunveruleika. Enda eru margir karlmenn í dag að vinna við skrifstofustörf þar sem áreynslan er í engum líkindum við frumskógar lögmálið. Eitruð karlmennska Síðari tíma hefur síðan karlmennska fengið framlengingu á sínu hugtaki sem er eitruð karlmennska (e. Toxic masculinity) sem skilgreinist sem menningarlegur þrýstingur um að karlmenn eigi að haga sér með ákveðnum hætti. Að karlmenn eigi að vera ráðandi afl í samfélaginu, sömuleiðis að andúð gagnvart samkynhneigðum eða öðrum minnihlutahópum er viðurkennt út frá árásargirni í viðhorfi og hegðun (Egill Bjarni Friðjónsson, 2021). Þannig þessi stóíska hugsun og hegðun fær sínu framgengt og karlmenn eiga að vera kaldir á vígvellinum sem er lífið sjálft. Þannig þessi eitraða karlmennska er þá líflínan fyrir þessari stóísku hugsun að karlmenn séu Víkingar og eiga að ganga frá fólki ef þeim hugnast til? En þá spyr ég, hver er að eitra fyrir karlmönnum? Er það samfélagið sjálft, foreldrar, fjölskylda, stjórnmálaöfl, ímynd karlmennskunnar o.s.frv.? Þannig hver ber ábyrgð á þessari eitrun? Eru strákar og karlmenn þá orðnir ábyrgðarlausir vegna þess að þeir geta stutt sig við að hin eitraða karlmennska sé ekki þeim að kenna heldur einhverju óhlutstæðu sem ekki er hægt að þreifa á en er þarna úti einhversstaðar? Ekkert ósvipað og þegar trúar mikið fólk leggur alla sína ábyrgð á guð og gengur þar af leiðandi áreynslulaust í gegnum lífið. Þetta er í höndum guðs ekki mínum! Ég laug ekki né drap heldur varð það guð sem lét mig gera það! Amen! Veikbyggð eða sterkbyggð karlmennska? Þannig eitruð karlmennska virðist vera að koma frá mörgum þáttum sem getur haft áhrif á okkar karlmennsku. En eitt er víst að okkar uppeldisumhverfi eða fólkið sem er okkur nær hefur oftast meiri áhrif en þau sem eru utankomandi. Þarna getur átt sér stað andstæðar hugsanir og viðhorf enda eru karlmenn meira í umræðunni í dag um að þeir eigi að vera tilfinninganæmir og geti sýnt samkennd. Þetta er vissulega í gagnstöðu við hið stóíska eða Víkingaeðlið. Þannig nútíma karlmaður á að geta séð fyrir heimilinu í samstarfi við konuna, vera tilfinningaríkur og næmur fyrir sínu umhverfi þegar kemur að uppeldi barnanna. Að karlmaðurinn geti tekið breytingum og geti aðlagað sig að breyttum aðstæðum sem tilfinningarvera. Þetta finnst mörgum vera erfitt af gamla skólanum enda þekkja þeir ekkert annað nema að harka út í eitt og lifa í þögninni, að sársauki sé óhjákvæmilegur og lífið er skilyrðislaust. Bíttu á jaxlinn stráksi og hættu þessu væli! Þannig að karlmenn séu tilfinningarríkir og rannsaki sjálfan sig er talin vera veikbyggð karlmennska samkvæmt gamla skólanum. En þarna verðum við líka að átta okkur á að þarna er ákveðið kynslóðarbil fyrir marga stráka sem eru karlmenn í dag. En margir af þeim hafa einmitt sé mjög afmyndaða mynd af karlmanni í allri sinni karlmennsku. Sumir strákar hafa alist upp við að feður þeirra beitti þeim ofbeldi, móður þeirra og systkinum þannig að karlmennskan hefur ekki verið byggð á sterkri fyrirmynd. Síðan hafa sumir líka alist upp við að feður þeirra séu meira og minna drukknir hvort sem þeir beittu ofbeldi eða ekki. Þannig, getur verið að andúðin sé sí vaxandi hvað varðar að vera eins og faðir sinn? Enda ekki beint sterkbyggður karlmaður í allri sinni karlmennsku eða hvað? Þannig hvernig karlmennsku eiga þessi strákar að tileinka sér? Eiga þeir að vera alveg eins og feður sínir, beita ofbeldi gagnvart konum og börnum og stunda mikla drykkju? Fyrir suma er það betri kostur enda auðvelt að stýra þannig karlmönnum. Hlaupa um eins og villt naut í leit að rauða fánanum. Áhrif af eitraðri karlmennsku Það er þarna sem eitruð karlmennska hefur mest áhrif þegar strákar verða vitni af veikbyggðum karlmönnum sem standa ekki við sín hlutskipti. Að strákar horfi á feður sína sem niðurbrotna menn, reiða út í lífið og með enga virðing fyrir móður þeirra né systkinum. Þarna læra strákar að konan getur verið verkfæri sem á að nota til að byggja upp sína eigin sjálfsmynd með ofbeldi og drykkju. Þeir læra líka að stelpur eru einskis virði og þær fýla að láta koma illa fram við sig. Með þessari hugsun fara strákar að kalla stelpur illum nöfnum með þeim eina tilgangi að niðurlægja þær til þess eins að efla sína sjálfsmynd. Enda lærðu þeir þetta í æsku, að konan ætti að sitja og standa eins og þeim hentaði að hverju sinni. Með þetta viðhorf út í lífið verða ekki einungis konur heldur almennt fólk sem markmið í þeirra lífi. Að notfæra sér fólk til að svala sínum þörfum og ef það gengur ekki eftir þá er fólk vanvitar og frekar leiðinlegt. Það er ekki til í tuskið, það vantar alla stemningu í mannskapinn! Að breyta eitraðri og veikbyggðri karlmennsku í sterkbyggða karlmennsku Hvernig á þessi breyting sér stað? Það er góð spurning sem flókið er að svara. En ein leið er að karlmaðurinn byrji að horfa inn á við og helst standi frammi fyrir það að upplifa andlegt gjaldþrot til að fá möguleikann til að horfa inn á við. Vegna þess að þegar karlmenn eru niðurbrotnir þá verður til sú staða að annað hvort að velja á milli þess að verða viðkvæmir um stund og byrja að byggja sig upp hægt og rólega eða verða hertir og brjóta sig enn meira niður. Að taka reiðina og nota hana sem olíu á eldinn mun skapa forsendur fyrir veikbyggðum karlmanni en að nota reiðina til að finna jafnvægi í lífinu mun skapa forsendur fyrir sterkbyggðum karlmanni. Vegna þess að viðurkenna sína veikleika og sæta sig við ferlið sem felst í að verða viðkvæmur er upphafið af styrkleikunum. Strákur sem verður vitni af ofbeldi á heimilinu sínu gagnvart móður sinni eða systkinum en velur síðan að læra að hætta stunda ofbeldi mun eflast sem um munar. Strákur sem verður vitni af ofbeldinu þar sem drykkja á sér stað líka en tekur síðan ákvörðun um að drekka ekki eða nota vímuefni í eins miklu lágmarki og hægt er mun eflast sem um munar. Það er nefnilega ábyrgð stráksins að velja að endurspegla ekki sama athafnamynstur föðursins en þar liggur eitruð karlmennska sem býr til veikbyggða karlmennsku. Að horfa á að eitruð karlmennska er í mínum höndum að stöðva þannig að ég verð ekki stýrður af reiði föður míns og því ofbeldi sem hefur átt sér stað. Strákar eru nefnilega óskhyggjan sem feður höfðu en eingöngu sem fortíðarþrá. Látum óskhyggju rætast þannig þetta verður ekki eingöngu fortíðarþrá. Með sterkri hugsun verða til sterkir karlmenn og með sterkum karlmönnum verða til sterkir strákar! Höfundur er seigluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf til, til að vera sinn eiginn karlmaður? Þetta er spurning sem samfélagið reynir að svara vegna þess að orðið karlmennska hefur tekið miklum breytingum síðastliðnu áratugi. Eins og sé verið að endurskilgreina karlmennsku á ný. Af hverju er verið að endurskilgreina karlmennsku? Hafa karlmenn orðið á í messunni þannig að þeir þurfa úrbætur? Hafa þeir ekki verið að standa sig í hlutverki karlmennskunnar? En áður en þessu verður reynt að svara þá þarf að skilja fyrst -hvað þýðir eiginlega karlmennska og hvernig hefur hún verið í gegnum tíðina? Samkvæmt Íslensk nútímamálsorðabók þýðir karlmennska “eiginleikar sem venjulega eru tengdir karlmönnum, manndómur, hreysti” (Íslensk nútímamálsorðabók, e.d.). Það þýðir að karlmenn eigi að vera áræðnir, hugrakkir og þora. En ef við skoðum þýðingu á karlmennsku samkvæmt Merriam-Webster þá koma eiginleikar eins „stolt og töffaraskapur“ (Merriam-Webster, 2022). Þannig tekið saman þá skilgreinist karlmennska sem birtingarmynd af karlmanni sem hægt er að stóla á, er sterkur, veður í hlutina óttalaus og lætur sig fátt um finnast þótt erfiðleikar séu andspænis honum. Þetta kemur heim og saman við hvernig karlmennskan er í dag enda viljum við vera öflugir í lífinu, hvort sem það kemur að því að vera við sjálfir, hvað við tökum okkur fyrir hendi eins og í vinnu eða menntun, við viljum sjá fyrir heimilinu og koma sterklega fram í samfélaginu. En það vantar eitthvað en skoðum það hægt og rólega í gegn. Ef við mátum þetta við hvernig þetta var öldunum áður fyrr þar sem karlmaðurinn sá fyrir fæðu á heimilinu hvort sem hann var steinaldarmaður eða veiðimaður. Þar var konan heima með börnin og sá til þess að þau fengu fæðu og klæðnað. Á meðan karlmaðurinn var úti í villtu náttúrunni að leita af bráð til að fæða fjölskylduna. Síðan fór karlmaðurinn að berjast fyrir fjölskylduna sína eða heimalandinu sínu í stríðum en þá óx þessi stóíska hugmynd. En hún snýst um að standa í storminum með óbifanlegum augum og fara óttalaus inn á vígvöllinn. Konur voru líka að berjast í þessum stríðum. En þarna eru karlmenn farnir að berjast sem Víkingar eða kristnir menn fyrir tilvistinni sinni eða um hver myndi ráða hverjum hluta í Evrópu og víðar (Tarnas, 2010) Þannig ef við horfum á skilgreiningu á karlmennsku hér að ofan þá virðist þetta hljóma í góðu samræmi við Víkingaeðlið og þá stóísku hugsun. Breyttar áherslur karlmennskunnar Þannig karlmaðurinn átti að sjá fyrir heimilinu og berjast í stríðum. Hvernig passar það inn í samfélagið í dag? Við erum vissulega á vígvellinum sem mætti kalla „lífið“ en lífið snýst meira og mina um sem vinnandi afl en þar eru konur sem sjá síðan líka fyrir heimilinu. Þannig þetta með steinaldarmanninn og veiðimanninn eru úrkynjuð hlutverk eða eiga sér tilvist í algjöru lágmarki. Meira sem áhugamál eins og og veiðitúrar í góðum félagsskap í huggulegum sumarbústað. Ekki eins margir hérna áður fyrr sem voru kvíðnir fyrir því að koma ekki heim með bráð sem átti að fæða alla fjölskylduna. Á sama tíma í dag eru konur jafn mikið að afla tekna og karlmaðurinn, þær eru í mörgum tilfellum meira segja að efla meiri tekna en karlmaðurinn. Má segja að þar sé karlmennskan hnignandi afl? Að karlmanninum finnist það vera öfugsnúið að sjá konu sjá fyrir heimilinu bæði sem húsmóðir og í hlutgervingu húsbóndans? Eru ekki margir karlmenn í þeim sporum að sjá fyrir heimilinu og ala upp börn? Líkast til! Þannig þetta með vígvöllinn með þeirri stóísku hugsun á meira orðið heima í hernum eða út frá gengja menningu í undirheimunum. Enda skiptir þar gríðarlegu máli að vera kaldur og ekki láta neitt koma sér úr jafnvægi. Það er sennilega líka nærtækasta umhverfið til að samræmast Víkingatímunum þar sem orðatiltækið „Aðeins þeir sterkur lifa af“ er gjarnan fleygt fram til að styrkja tilvist þess raunveruleika. Enda eru margir karlmenn í dag að vinna við skrifstofustörf þar sem áreynslan er í engum líkindum við frumskógar lögmálið. Eitruð karlmennska Síðari tíma hefur síðan karlmennska fengið framlengingu á sínu hugtaki sem er eitruð karlmennska (e. Toxic masculinity) sem skilgreinist sem menningarlegur þrýstingur um að karlmenn eigi að haga sér með ákveðnum hætti. Að karlmenn eigi að vera ráðandi afl í samfélaginu, sömuleiðis að andúð gagnvart samkynhneigðum eða öðrum minnihlutahópum er viðurkennt út frá árásargirni í viðhorfi og hegðun (Egill Bjarni Friðjónsson, 2021). Þannig þessi stóíska hugsun og hegðun fær sínu framgengt og karlmenn eiga að vera kaldir á vígvellinum sem er lífið sjálft. Þannig þessi eitraða karlmennska er þá líflínan fyrir þessari stóísku hugsun að karlmenn séu Víkingar og eiga að ganga frá fólki ef þeim hugnast til? En þá spyr ég, hver er að eitra fyrir karlmönnum? Er það samfélagið sjálft, foreldrar, fjölskylda, stjórnmálaöfl, ímynd karlmennskunnar o.s.frv.? Þannig hver ber ábyrgð á þessari eitrun? Eru strákar og karlmenn þá orðnir ábyrgðarlausir vegna þess að þeir geta stutt sig við að hin eitraða karlmennska sé ekki þeim að kenna heldur einhverju óhlutstæðu sem ekki er hægt að þreifa á en er þarna úti einhversstaðar? Ekkert ósvipað og þegar trúar mikið fólk leggur alla sína ábyrgð á guð og gengur þar af leiðandi áreynslulaust í gegnum lífið. Þetta er í höndum guðs ekki mínum! Ég laug ekki né drap heldur varð það guð sem lét mig gera það! Amen! Veikbyggð eða sterkbyggð karlmennska? Þannig eitruð karlmennska virðist vera að koma frá mörgum þáttum sem getur haft áhrif á okkar karlmennsku. En eitt er víst að okkar uppeldisumhverfi eða fólkið sem er okkur nær hefur oftast meiri áhrif en þau sem eru utankomandi. Þarna getur átt sér stað andstæðar hugsanir og viðhorf enda eru karlmenn meira í umræðunni í dag um að þeir eigi að vera tilfinninganæmir og geti sýnt samkennd. Þetta er vissulega í gagnstöðu við hið stóíska eða Víkingaeðlið. Þannig nútíma karlmaður á að geta séð fyrir heimilinu í samstarfi við konuna, vera tilfinningaríkur og næmur fyrir sínu umhverfi þegar kemur að uppeldi barnanna. Að karlmaðurinn geti tekið breytingum og geti aðlagað sig að breyttum aðstæðum sem tilfinningarvera. Þetta finnst mörgum vera erfitt af gamla skólanum enda þekkja þeir ekkert annað nema að harka út í eitt og lifa í þögninni, að sársauki sé óhjákvæmilegur og lífið er skilyrðislaust. Bíttu á jaxlinn stráksi og hættu þessu væli! Þannig að karlmenn séu tilfinningarríkir og rannsaki sjálfan sig er talin vera veikbyggð karlmennska samkvæmt gamla skólanum. En þarna verðum við líka að átta okkur á að þarna er ákveðið kynslóðarbil fyrir marga stráka sem eru karlmenn í dag. En margir af þeim hafa einmitt sé mjög afmyndaða mynd af karlmanni í allri sinni karlmennsku. Sumir strákar hafa alist upp við að feður þeirra beitti þeim ofbeldi, móður þeirra og systkinum þannig að karlmennskan hefur ekki verið byggð á sterkri fyrirmynd. Síðan hafa sumir líka alist upp við að feður þeirra séu meira og minna drukknir hvort sem þeir beittu ofbeldi eða ekki. Þannig, getur verið að andúðin sé sí vaxandi hvað varðar að vera eins og faðir sinn? Enda ekki beint sterkbyggður karlmaður í allri sinni karlmennsku eða hvað? Þannig hvernig karlmennsku eiga þessi strákar að tileinka sér? Eiga þeir að vera alveg eins og feður sínir, beita ofbeldi gagnvart konum og börnum og stunda mikla drykkju? Fyrir suma er það betri kostur enda auðvelt að stýra þannig karlmönnum. Hlaupa um eins og villt naut í leit að rauða fánanum. Áhrif af eitraðri karlmennsku Það er þarna sem eitruð karlmennska hefur mest áhrif þegar strákar verða vitni af veikbyggðum karlmönnum sem standa ekki við sín hlutskipti. Að strákar horfi á feður sína sem niðurbrotna menn, reiða út í lífið og með enga virðing fyrir móður þeirra né systkinum. Þarna læra strákar að konan getur verið verkfæri sem á að nota til að byggja upp sína eigin sjálfsmynd með ofbeldi og drykkju. Þeir læra líka að stelpur eru einskis virði og þær fýla að láta koma illa fram við sig. Með þessari hugsun fara strákar að kalla stelpur illum nöfnum með þeim eina tilgangi að niðurlægja þær til þess eins að efla sína sjálfsmynd. Enda lærðu þeir þetta í æsku, að konan ætti að sitja og standa eins og þeim hentaði að hverju sinni. Með þetta viðhorf út í lífið verða ekki einungis konur heldur almennt fólk sem markmið í þeirra lífi. Að notfæra sér fólk til að svala sínum þörfum og ef það gengur ekki eftir þá er fólk vanvitar og frekar leiðinlegt. Það er ekki til í tuskið, það vantar alla stemningu í mannskapinn! Að breyta eitraðri og veikbyggðri karlmennsku í sterkbyggða karlmennsku Hvernig á þessi breyting sér stað? Það er góð spurning sem flókið er að svara. En ein leið er að karlmaðurinn byrji að horfa inn á við og helst standi frammi fyrir það að upplifa andlegt gjaldþrot til að fá möguleikann til að horfa inn á við. Vegna þess að þegar karlmenn eru niðurbrotnir þá verður til sú staða að annað hvort að velja á milli þess að verða viðkvæmir um stund og byrja að byggja sig upp hægt og rólega eða verða hertir og brjóta sig enn meira niður. Að taka reiðina og nota hana sem olíu á eldinn mun skapa forsendur fyrir veikbyggðum karlmanni en að nota reiðina til að finna jafnvægi í lífinu mun skapa forsendur fyrir sterkbyggðum karlmanni. Vegna þess að viðurkenna sína veikleika og sæta sig við ferlið sem felst í að verða viðkvæmur er upphafið af styrkleikunum. Strákur sem verður vitni af ofbeldi á heimilinu sínu gagnvart móður sinni eða systkinum en velur síðan að læra að hætta stunda ofbeldi mun eflast sem um munar. Strákur sem verður vitni af ofbeldinu þar sem drykkja á sér stað líka en tekur síðan ákvörðun um að drekka ekki eða nota vímuefni í eins miklu lágmarki og hægt er mun eflast sem um munar. Það er nefnilega ábyrgð stráksins að velja að endurspegla ekki sama athafnamynstur föðursins en þar liggur eitruð karlmennska sem býr til veikbyggða karlmennsku. Að horfa á að eitruð karlmennska er í mínum höndum að stöðva þannig að ég verð ekki stýrður af reiði föður míns og því ofbeldi sem hefur átt sér stað. Strákar eru nefnilega óskhyggjan sem feður höfðu en eingöngu sem fortíðarþrá. Látum óskhyggju rætast þannig þetta verður ekki eingöngu fortíðarþrá. Með sterkri hugsun verða til sterkir karlmenn og með sterkum karlmönnum verða til sterkir strákar! Höfundur er seigluráðgjafi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun