Blaðamennska í ágjöf norðlensks réttarfars Halldór Reynisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglan Fjölmiðlar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun