Veruleikatenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:31 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun