Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Sverrir Mar Smárason skrifar 29. ágúst 2022 21:15 Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, slær boltann í burtu eftir hornspyrnu Vals. Diego Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað með færum á báða bóga. Á fyrstu fjórum mínútum leiksins höfðu Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, og Fred, leikmaður Fram, báðir átt tvö skot að marki andstæðingsins. Stuttu síðar fékk Tiago Fernandes svo frábært færi fyrir Fram eftir samspil við Indriða Áka en Frederik Schram í marki Vals varði. Jesper Juelsgård, varnarmaður Vals, varði á línu á 12. mínútu skalla frá Delphin Tshiembe eftir horn en ekkert bólaði á mörkum. Jesper Julesgård hér í baráttu við Guðmund Magnússon.Diego Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins hvað varðar marktækifæri en á 38. mínútu fékk Már Ægisson fínt færi fyrir Fram áður en hann var svo tekinn niður innan vítateigs af Hauki Páli, fyrirliða Vals. Frammarar kölluðu þar eftir vítaspyrnu en Jóhann Ingi, dómari leiksins, taldi að Már hafi náð skotinu áður og dæmdi ekkert. Fyrsta markið kom svo á 44. mínútu og það gerði fyrirliðinn sjálfur fyrir Val. Eftir horn hreinsuðu varnarmenn Fram boltanum út úr teignum en boltinn barst til Tryggva Hrafns sem vippaði honum aftur inn á fjærstöngina þar sem Haukur Páll mætti og kom honum yfir línuna. Valsmenn 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn fagna marki Hauks Páls, fyrirliða.Visir/ Diego Síðari hálfleikur var ekki síðri skemmtun og hart var tekist á. Valsmenn fengu tvö góð færi sem Tryggva Hrafni og Sigurði Agli tókst ekki að nýta áður en Guðmundur Magnússon fékk besta færi leiksins á 52. mínútu. Almarr Ormarsson fékk þá sendingu frá Fred og tók sprett inn í teig Vals áður en hann renndi boltanum á fjær til Guðmundar sem þurfti ekki annað en að moka honum yfir línuna. Guðmundur náði lítilli snertingu og Frederik Schram tókst að stoppa boltann á leið sinni yfir línuna. Frederik Schram bjargar á ótrúlegan hátt. Valsmenn reyndu mikið að senda langar sendingar inn fyrir vörn Fram á Tryggva Hrafn sem tókst ekki að gera sér mat úr þeim. Það var svo aftur Frederik Schram sem bjargaði Valsmönnum með frábærri markvörslu á 79. mínútu eftir að Tiago hafði látið vaða af löngu færi og boltinn virtist á leið upp í samskeytin. Fram gerði tvöfalda skiptingu á 76. mínútu þegar Albert Hafsteinsson og Jannik Holmsgaard, í sínum fyrsta leik í langan tíma, komu inná. Þessi tvöfalda skipting átti eftir að hafa ýmislegt að segja því að á 87. mínútu fékk Fram aukaspyrnu á vallarhelmingi Vals. Spyrnuna tók Tiago og setti hana inn í teig Vals þar sem enginn annar en Jannik Holmsgaard mætti og skallaði jöfnunarmarkið í netið. Varnarmenn Vals töldu hann fyrir innan og stoppuðu en ekkert flaggað og markið stóð. Jannik Holmsgaard skoraði jöfnunarmark Fram.Visir/ Diego Bæði lið lögðu sig mikið fram í að reyna að sækja sigurmark í leikinn í kvöld en það kom ekki. Lokatölur 1-1 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið í sinni baráttu. Fram situr enn í 7. sæti, þremur stigum frá KR í því 6., á meðan Valur eru með 32 stig í 4. sæti. Af hverju varð jafntefli? Frammarar komu bara verulega á óvart í dag. Þeir mættu ofarlega á völlinn strax frá byrjun og voru óhræddir. Valsmenn lentu oft í vandræðum með hápressu Fram og gekk illa að halda boltanum. Í síðari hálfleik voru Frammarar bara yfir á vellinum og það var í raun sanngjarnt að þeir skildu jafna. Fram lagði sig meira í þennan leik í kvöld og voru staðráðnir í því að ná í stig á meðan Valsmenn virkuðu full rólegir og töldu að sigurinn kæmi að sjálfu sér vegna góðs gengis undanfarið. Hverjir voru bestir? Tveir bestu leikmenn vallarins í dag koma úr röðum Fram og næstu þar á eftir sömuleiðis. Alex Freyr Elísson átti stórkostlegan leik varnarlega. Trekk í trekk var hann að bjarga félögum sínum með því að elta langar sendingar niður og kasta sér fyrir skot Valsmanna. Hann var einnig mjög fínn í uppspili og sókn í dag. Indriði Áki átti svo frábæran leik á miðjunni. Skapaði fullt af góðum stöðum fyrir félaga sína, alltaf klár í að fá boltann og virkilega duglegur í varnarhlutverkinu. Hvað mætti betur fara? Frammarar þurfa að nýta færin sín betur en í dag. Nokkur færi sem ég skil ekki ennþá hvernig klúðruðust. Samt sem áður en töluvert meira sem Valur þarf að bæta miðað við leikinn í dag. Eftir gott gengi þarf þó alltaf að leggja sig fram til þess að halda góðu gengi áfram. Patrick Pedersen komst illa inn í leikinn og sömuleiðis Guðmundur Andri. Holningin á liðinu með boltann var slæm og það þarf að lagast ef þeir ætla að vinna þessi efstu lið sem þeir munu spila við í september og október. Hvað gerist næst? Ekkert breytist fyrir liðin í rauninni. Þau eru áfram í sömu baráttu og þau voru í fyrir leik. Valsmenn mæta Breiðablik í Kópavogi á mánudagskvöldið eftir slétta viku í gríðarlega mikilvægum og spennandi leik á meðan Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdalinn á sunnudeginum 4. sept kl. 17:00. Aron Jóhannson: Við eigum að spila miklu betur en við gerðum í dag Aron Jóhannsson í leiknum í kvöld.Visir/ Diego Aron Jó, sóknarmaður Vals, var svekktur í leikslok. „Bara vonbrigði að sjálfsögðu. Við viljum vinna alla leiki og í dag vorum við heilt yfir bara ekki nógu góðir. Fram byrja betur og mér finnst þeir heilt yfir betri en við í dag. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur og ég veit ekki hvað ég á að segja. Við mættum ekki til leiks, hugarfarið hjá okkur öllum ekki nógu gott í dag. Við eigum að spila miklu betur en við gerðum í dag,“ sagði Aron. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Fram
Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað með færum á báða bóga. Á fyrstu fjórum mínútum leiksins höfðu Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, og Fred, leikmaður Fram, báðir átt tvö skot að marki andstæðingsins. Stuttu síðar fékk Tiago Fernandes svo frábært færi fyrir Fram eftir samspil við Indriða Áka en Frederik Schram í marki Vals varði. Jesper Juelsgård, varnarmaður Vals, varði á línu á 12. mínútu skalla frá Delphin Tshiembe eftir horn en ekkert bólaði á mörkum. Jesper Julesgård hér í baráttu við Guðmund Magnússon.Diego Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins hvað varðar marktækifæri en á 38. mínútu fékk Már Ægisson fínt færi fyrir Fram áður en hann var svo tekinn niður innan vítateigs af Hauki Páli, fyrirliða Vals. Frammarar kölluðu þar eftir vítaspyrnu en Jóhann Ingi, dómari leiksins, taldi að Már hafi náð skotinu áður og dæmdi ekkert. Fyrsta markið kom svo á 44. mínútu og það gerði fyrirliðinn sjálfur fyrir Val. Eftir horn hreinsuðu varnarmenn Fram boltanum út úr teignum en boltinn barst til Tryggva Hrafns sem vippaði honum aftur inn á fjærstöngina þar sem Haukur Páll mætti og kom honum yfir línuna. Valsmenn 1-0 yfir í hálfleik. Valsmenn fagna marki Hauks Páls, fyrirliða.Visir/ Diego Síðari hálfleikur var ekki síðri skemmtun og hart var tekist á. Valsmenn fengu tvö góð færi sem Tryggva Hrafni og Sigurði Agli tókst ekki að nýta áður en Guðmundur Magnússon fékk besta færi leiksins á 52. mínútu. Almarr Ormarsson fékk þá sendingu frá Fred og tók sprett inn í teig Vals áður en hann renndi boltanum á fjær til Guðmundar sem þurfti ekki annað en að moka honum yfir línuna. Guðmundur náði lítilli snertingu og Frederik Schram tókst að stoppa boltann á leið sinni yfir línuna. Frederik Schram bjargar á ótrúlegan hátt. Valsmenn reyndu mikið að senda langar sendingar inn fyrir vörn Fram á Tryggva Hrafn sem tókst ekki að gera sér mat úr þeim. Það var svo aftur Frederik Schram sem bjargaði Valsmönnum með frábærri markvörslu á 79. mínútu eftir að Tiago hafði látið vaða af löngu færi og boltinn virtist á leið upp í samskeytin. Fram gerði tvöfalda skiptingu á 76. mínútu þegar Albert Hafsteinsson og Jannik Holmsgaard, í sínum fyrsta leik í langan tíma, komu inná. Þessi tvöfalda skipting átti eftir að hafa ýmislegt að segja því að á 87. mínútu fékk Fram aukaspyrnu á vallarhelmingi Vals. Spyrnuna tók Tiago og setti hana inn í teig Vals þar sem enginn annar en Jannik Holmsgaard mætti og skallaði jöfnunarmarkið í netið. Varnarmenn Vals töldu hann fyrir innan og stoppuðu en ekkert flaggað og markið stóð. Jannik Holmsgaard skoraði jöfnunarmark Fram.Visir/ Diego Bæði lið lögðu sig mikið fram í að reyna að sækja sigurmark í leikinn í kvöld en það kom ekki. Lokatölur 1-1 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið í sinni baráttu. Fram situr enn í 7. sæti, þremur stigum frá KR í því 6., á meðan Valur eru með 32 stig í 4. sæti. Af hverju varð jafntefli? Frammarar komu bara verulega á óvart í dag. Þeir mættu ofarlega á völlinn strax frá byrjun og voru óhræddir. Valsmenn lentu oft í vandræðum með hápressu Fram og gekk illa að halda boltanum. Í síðari hálfleik voru Frammarar bara yfir á vellinum og það var í raun sanngjarnt að þeir skildu jafna. Fram lagði sig meira í þennan leik í kvöld og voru staðráðnir í því að ná í stig á meðan Valsmenn virkuðu full rólegir og töldu að sigurinn kæmi að sjálfu sér vegna góðs gengis undanfarið. Hverjir voru bestir? Tveir bestu leikmenn vallarins í dag koma úr röðum Fram og næstu þar á eftir sömuleiðis. Alex Freyr Elísson átti stórkostlegan leik varnarlega. Trekk í trekk var hann að bjarga félögum sínum með því að elta langar sendingar niður og kasta sér fyrir skot Valsmanna. Hann var einnig mjög fínn í uppspili og sókn í dag. Indriði Áki átti svo frábæran leik á miðjunni. Skapaði fullt af góðum stöðum fyrir félaga sína, alltaf klár í að fá boltann og virkilega duglegur í varnarhlutverkinu. Hvað mætti betur fara? Frammarar þurfa að nýta færin sín betur en í dag. Nokkur færi sem ég skil ekki ennþá hvernig klúðruðust. Samt sem áður en töluvert meira sem Valur þarf að bæta miðað við leikinn í dag. Eftir gott gengi þarf þó alltaf að leggja sig fram til þess að halda góðu gengi áfram. Patrick Pedersen komst illa inn í leikinn og sömuleiðis Guðmundur Andri. Holningin á liðinu með boltann var slæm og það þarf að lagast ef þeir ætla að vinna þessi efstu lið sem þeir munu spila við í september og október. Hvað gerist næst? Ekkert breytist fyrir liðin í rauninni. Þau eru áfram í sömu baráttu og þau voru í fyrir leik. Valsmenn mæta Breiðablik í Kópavogi á mánudagskvöldið eftir slétta viku í gríðarlega mikilvægum og spennandi leik á meðan Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdalinn á sunnudeginum 4. sept kl. 17:00. Aron Jóhannson: Við eigum að spila miklu betur en við gerðum í dag Aron Jóhannsson í leiknum í kvöld.Visir/ Diego Aron Jó, sóknarmaður Vals, var svekktur í leikslok. „Bara vonbrigði að sjálfsögðu. Við viljum vinna alla leiki og í dag vorum við heilt yfir bara ekki nógu góðir. Fram byrja betur og mér finnst þeir heilt yfir betri en við í dag. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur og ég veit ekki hvað ég á að segja. Við mættum ekki til leiks, hugarfarið hjá okkur öllum ekki nógu gott í dag. Við eigum að spila miklu betur en við gerðum í dag,“ sagði Aron.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti