Hugleiðing úr allt að því þrotabúi Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Einn segir þetta, annar segir hitt Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot! Ekki virðast þeir hafa borið saman bækur sínar nýlega þeir Runólfur og Björn Zoega, formaður stjórnar þessa sama Landspítala. Björn virðist hafa lausnir á reiðum höndum, lausnir sem Runólfi sést greinilega yfir með allt sitt manneklutal. Björn segir nefnilega vel koma til greina að fækka starfsmönnum Landsspítalans í hagræðingarskyni. Hann staðhæfði á Sprengisandi á dögunum að fyrir einn "klínískan starfsmann" hefðu verið ráðnir fjórir til fimm skrifstofumenn undanfarin ár. Það var og; Landspítalinn er sem sagt skrifræðisófreskja. Og hvar sitja þessir skriffinnar með fætur upp á borði og naga blýanta? Ekki hef ég séð neinn þeirra á Vífilsstöðum nýlega. Í Vísi kemur ennfremur fram að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er ósammála Birni. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé markviss, stjórnvöld og pólitíkusar beri ábyrgð á honum. Markviss; það er eitthvað sem stefnir að ákveðnu marki? Ekki kom þó alveg fram hvert markmiðið væri. Kannski að tortíma sjúkrahúsi sem þjóðin hefur rekið fyrir sjálfa sig á eigin kostnað í 92 ár og greiða fyrir einhverju betra eða verra? Kannski, kannski. Magnús Karl telur almenning ekki endilega átta sig á þessari niðurskurðareyðileggingu, hvað þá að hann samþykki hana. Þetta er skiljanlegt. Hlýði maður á málflutning þeirra góðu manna sem teljast kyndilberar heilbrigðiskerfisins er ljóst að eitt rekur sig á annars horn. Og flestir tala undir rós. Hvernig brást til að mynda Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við þrotabúskenningu Runólfs? Hann segir Landspítalann ekki á leið í þrot, nei, nei, nei. Vissulega vanti bæði fé í rekstur og menn í störf en þrot? Nei, nei! Það séu hins vegar tvö blikkandi ljós, það er (lítill) mannafli og (of lítið) fjármagn, hvorugt nægi, en þrot? Nei! Willum segir stjórnvöld eiga "margþætt verkefni fyrir höndum." Einmitt það. Í augsýn er þá væntanlega að skipa nefnd valinkunnra sómamanna sem móti bjartsýna framtíðarsýn á heilsufarsmál upprennandi kynslóða, svo töluð sé golfranska kerfiskarlanna. Vífilsstaðir utan kjarna? Það syrtir í álinn, enda erum við í stórfelldum vandræðum. Sagði Runólfur Pálsson í viðtali við Vísi í maí í vor. Þess vegna ætti að reyna að bjóða út starfsemi Vífilsstaða. Einkavæða hana. Það sem gert væri á Vífilsstöðum væri ekki hluti af "kjarnastarfsemi" Landspítalans. Á Vífilsstöðum er ein af öldrunardeildum sjúkrahússins. Þar eru liðlega 40 rosknir sjúklingar hverju sinni sem hafa svonefnt "gilt færni- og heilsumat" og bíða þess að fá dvalarpláss á hjúkrunarheimili. Um 500 manns á ári. Stundum er biðin skömm, stundum óralöng. Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af "kjarnastarfsemi" ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Vífilsstaðir í lausu lofti Þann 16. maí síðastliðinn var starfsfólk Vífilsstaða, klínískt og ekki-klínískt, boðað á mikilvægan fund í hátíðarsal sjúkrahússins. Þar var tilkynnt, klippt og skorið, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefði ákveðið að bjóða út, eða einkavæða, þá starfsemi sem væri í húsinu. Nýir rekendur tækju við í haust eða um áramót. Óvíst væri hvort nokkrum sem ynni á Vífilsstöðum stæði til boða að starfa þar áfram með nýju yfirvaldi. Allir væru þó samningsbundnir Landspítala og yrðu það áfram. Lof var borið á starfsfólk fyrir góða framgöngu í "faraldrinum", forráðamenn Landspítala væru ánægðir með Vífilsstaði og vonuðu að þar yrði áfram rekin biðdeild fyrir roskna sjúklinga. Næstu daga var síðan rætt við sérhvern starfsmann og hann inntur eftir því hvar hann kysi að hefja störf á annarri deild Landspítalans. Flestir nefndu Grensás, B4 í Fossvogi og Landakot. Og svo birtist útboð Sjúkratrygginga Íslands. Þar var auglýst eftir einhverjum til að reka almenna líknardeild fyrir 24 sjúklinga, þá sem væru við dauðans dyr, og skammtíma deild fyrir 16 manns, fólk sem færi heim að lokinni meðferð. Engin biðdeild!! Tilboðsfrestur til 15. júlí. Alla rak í rogastans. Síðan hefur enga þýðingu haft að reyna að afla frétta um framvindu þessara útboðsmála, enginn veit neitt um neitt. Annað hvort er farið með tilboð eins og mannsmorð, hvorki starfsmenn eða vistmenn Vífilsstaða mega fá upplýsingar, eða enginn hefur boðið í starfsemina. Þar er því beðið og beðið. Starfsfólkið bíður í óvissu um framhaldið, sjúklingar og ættingjar og ástvinir þeirra bíða upplýsinga um hlutskipti sitt. Ef engin biðdeild verður á Vífilsstöðum, hvar verður hún þá? Þörfin er brýn, Íslendingar verða æ fjölmennari þjóð, og æ eldri, hjúkrunarheimilum fjölgar hægar en rosknum sjúklingum. Hvar eiga þeir að bíða sem ýtt er út úr bráðadeildum Landspítalans, en eiga ekki afturkvæmt heim? Engin umræða fer fram um þetta, hér er engin "framtíðarsýn", allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Garðabær Landspítalinn Kristófer Ingi Svavarsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Einn segir þetta, annar segir hitt Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot! Ekki virðast þeir hafa borið saman bækur sínar nýlega þeir Runólfur og Björn Zoega, formaður stjórnar þessa sama Landspítala. Björn virðist hafa lausnir á reiðum höndum, lausnir sem Runólfi sést greinilega yfir með allt sitt manneklutal. Björn segir nefnilega vel koma til greina að fækka starfsmönnum Landsspítalans í hagræðingarskyni. Hann staðhæfði á Sprengisandi á dögunum að fyrir einn "klínískan starfsmann" hefðu verið ráðnir fjórir til fimm skrifstofumenn undanfarin ár. Það var og; Landspítalinn er sem sagt skrifræðisófreskja. Og hvar sitja þessir skriffinnar með fætur upp á borði og naga blýanta? Ekki hef ég séð neinn þeirra á Vífilsstöðum nýlega. Í Vísi kemur ennfremur fram að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er ósammála Birni. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé markviss, stjórnvöld og pólitíkusar beri ábyrgð á honum. Markviss; það er eitthvað sem stefnir að ákveðnu marki? Ekki kom þó alveg fram hvert markmiðið væri. Kannski að tortíma sjúkrahúsi sem þjóðin hefur rekið fyrir sjálfa sig á eigin kostnað í 92 ár og greiða fyrir einhverju betra eða verra? Kannski, kannski. Magnús Karl telur almenning ekki endilega átta sig á þessari niðurskurðareyðileggingu, hvað þá að hann samþykki hana. Þetta er skiljanlegt. Hlýði maður á málflutning þeirra góðu manna sem teljast kyndilberar heilbrigðiskerfisins er ljóst að eitt rekur sig á annars horn. Og flestir tala undir rós. Hvernig brást til að mynda Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við þrotabúskenningu Runólfs? Hann segir Landspítalann ekki á leið í þrot, nei, nei, nei. Vissulega vanti bæði fé í rekstur og menn í störf en þrot? Nei, nei! Það séu hins vegar tvö blikkandi ljós, það er (lítill) mannafli og (of lítið) fjármagn, hvorugt nægi, en þrot? Nei! Willum segir stjórnvöld eiga "margþætt verkefni fyrir höndum." Einmitt það. Í augsýn er þá væntanlega að skipa nefnd valinkunnra sómamanna sem móti bjartsýna framtíðarsýn á heilsufarsmál upprennandi kynslóða, svo töluð sé golfranska kerfiskarlanna. Vífilsstaðir utan kjarna? Það syrtir í álinn, enda erum við í stórfelldum vandræðum. Sagði Runólfur Pálsson í viðtali við Vísi í maí í vor. Þess vegna ætti að reyna að bjóða út starfsemi Vífilsstaða. Einkavæða hana. Það sem gert væri á Vífilsstöðum væri ekki hluti af "kjarnastarfsemi" Landspítalans. Á Vífilsstöðum er ein af öldrunardeildum sjúkrahússins. Þar eru liðlega 40 rosknir sjúklingar hverju sinni sem hafa svonefnt "gilt færni- og heilsumat" og bíða þess að fá dvalarpláss á hjúkrunarheimili. Um 500 manns á ári. Stundum er biðin skömm, stundum óralöng. Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af "kjarnastarfsemi" ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Vífilsstaðir í lausu lofti Þann 16. maí síðastliðinn var starfsfólk Vífilsstaða, klínískt og ekki-klínískt, boðað á mikilvægan fund í hátíðarsal sjúkrahússins. Þar var tilkynnt, klippt og skorið, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefði ákveðið að bjóða út, eða einkavæða, þá starfsemi sem væri í húsinu. Nýir rekendur tækju við í haust eða um áramót. Óvíst væri hvort nokkrum sem ynni á Vífilsstöðum stæði til boða að starfa þar áfram með nýju yfirvaldi. Allir væru þó samningsbundnir Landspítala og yrðu það áfram. Lof var borið á starfsfólk fyrir góða framgöngu í "faraldrinum", forráðamenn Landspítala væru ánægðir með Vífilsstaði og vonuðu að þar yrði áfram rekin biðdeild fyrir roskna sjúklinga. Næstu daga var síðan rætt við sérhvern starfsmann og hann inntur eftir því hvar hann kysi að hefja störf á annarri deild Landspítalans. Flestir nefndu Grensás, B4 í Fossvogi og Landakot. Og svo birtist útboð Sjúkratrygginga Íslands. Þar var auglýst eftir einhverjum til að reka almenna líknardeild fyrir 24 sjúklinga, þá sem væru við dauðans dyr, og skammtíma deild fyrir 16 manns, fólk sem færi heim að lokinni meðferð. Engin biðdeild!! Tilboðsfrestur til 15. júlí. Alla rak í rogastans. Síðan hefur enga þýðingu haft að reyna að afla frétta um framvindu þessara útboðsmála, enginn veit neitt um neitt. Annað hvort er farið með tilboð eins og mannsmorð, hvorki starfsmenn eða vistmenn Vífilsstaða mega fá upplýsingar, eða enginn hefur boðið í starfsemina. Þar er því beðið og beðið. Starfsfólkið bíður í óvissu um framhaldið, sjúklingar og ættingjar og ástvinir þeirra bíða upplýsinga um hlutskipti sitt. Ef engin biðdeild verður á Vífilsstöðum, hvar verður hún þá? Þörfin er brýn, Íslendingar verða æ fjölmennari þjóð, og æ eldri, hjúkrunarheimilum fjölgar hægar en rosknum sjúklingum. Hvar eiga þeir að bíða sem ýtt er út úr bráðadeildum Landspítalans, en eiga ekki afturkvæmt heim? Engin umræða fer fram um þetta, hér er engin "framtíðarsýn", allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar