Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Mark Zuckerberg finnst best að æfa á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Nýlega sagðist hann þó ætla að hætta að hlaupa og snúa sér að öðruvísi hreyfingum því það væri of auðvelt fyrir hann að hugsa um vinnuna þegar hann væri að hlaupa. Sem væri akkúrat það sem hann vildi ekki gera. Og hvað er til ráða þá? Vísir/Getty Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. Mark var víst duglegur að hlaupa á morgnana en nýlega tilkynnti hann að hann væri hættur því. Ástæðan var sú að á hlaupunum fannst honum of auðvelt að hugsa um vinnuna. Hreyfingin sem átti því að vera að gera honum gott bæði andlega og líkamlega, var ekki að ná þessari hugarhvíld frá vinnu sem nauðsynleg er. Nú vitum við ekki hvaða ráðleggingar Zuckerberg hefur fengið en eflaust er þetta eitthvað sem margir aðrir kannast við: Að vera löngu komin í góða rútínu með holla og reglulega hreyfingu en ná ekki að hvíla hugann um leið. Útkoman verður því: Hugsa um vinnuna á hlaupum. Hugsa um vinnuna í sundi. Hugsa um vinnuna og lyfta lóðum. Fara í göngutúr úti í náttúrunni….. og hugsa um vinnuna. Fara í hugleiðslu til að tæma hugann….. en hugsa um vinnuna. Að heyra þetta um Zuckerberg er því hin besta ábending til annarra sem eru að upplifa það sama. Hvíld hugans og endurnæring er hins vegar jafn mikilvæg og hreyfingin sjálf og ef fleiri eru að glíma við þetta, er um að gera að leita ráða hjá þjálfurum eða öðrum sérfræðingum sem án efa luma á mörgum góðum ráðum. Því þótt hreyfing gefi okkur orku er besta endurhleðsla hugsans að fá reglulega hvíld. Hér eru nokkrar tillögur sem mögulega gætu gefið einhverjum nýjar hugmyndir. Prófaðu að: Æfa með félaga þannig að þú sért í samtali og félagsskap á meðan þú æfir. Til dæmis að hlaupa með öðrum eða vera í hlaupahópi. Opna umræðuna um þetta þar og þiggja ráð. Fara í tíma í ræktinni sem eru svo fjörugir að þú getur ekki hugsað um neitt annað en æfingarnar á meðan. Breyta æfingunum sem þú hefur verið að stunda og þannig að þú sért líklegri til að hugsa ekki um vinnuna á meðan því hugurinn verður upptekinn af því að læra nýtt prógramm. Hlusta á það góða tónlist á meðan þú hleypur eða ferð í göngutúr þannig að þú sért frekar að syngja með en að hugsa. Hlusta á Bítið á bylgjunni eða Reykjavík síðdegis þannig að umræður annarra verði hugarefnið frekar en þínar eigin hugsanir. Eða góð podcöst. Prófa nýjar hlaupaleiðir þannig að þú sért ekki í sjálfvirkni gírnum þegar þú ert að hlaupa. Sama á við um gönguleiðir. Prófa nýja staði og þá helst nýja staði í náttúrunni. Fá ráðleggingar frá öðru fólki sem stundar sambærilegar hreyfingar og þú. Hvernig nær annað fólk að tæma hugann sinn? Skoða hvort þú ættir að prófa eitthvað sem þú hefur ekki prófað áður en gæti hjálpað. Hefur þú til dæmis prófað jóga? Eða að vera hjá einkaþjálfara? Sumt sem við stundum er þó þess eðlis að allt ofangreint er erfiðara. Að synda er gott dæmi um það því á meðan við syndum erum við ein með sjálfum okkur og þá er auðvelt að hugsa. Á vefsíðunni Swimswam eru gefin góð ráð um hvernig við getum gert okkur upptekin af því að hugsa sem mest um sundæfinguna og hreyfinguna sem við erum í, frekar en að hugsa um aðra hluti. Sjá nánar HÉR. Enn eitt ráðið er að skoða leiðir til að tryggja huganum hvíld og endurnæringu, til dæmis með markvissri hugleiðslu, en halda áfram að hugsa um vinnuna á meðan þú ert að æfa eða hreyfa þig. Heilsa Góðu ráðin Meta Facebook Bandaríkin Tengdar fréttir Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Mark var víst duglegur að hlaupa á morgnana en nýlega tilkynnti hann að hann væri hættur því. Ástæðan var sú að á hlaupunum fannst honum of auðvelt að hugsa um vinnuna. Hreyfingin sem átti því að vera að gera honum gott bæði andlega og líkamlega, var ekki að ná þessari hugarhvíld frá vinnu sem nauðsynleg er. Nú vitum við ekki hvaða ráðleggingar Zuckerberg hefur fengið en eflaust er þetta eitthvað sem margir aðrir kannast við: Að vera löngu komin í góða rútínu með holla og reglulega hreyfingu en ná ekki að hvíla hugann um leið. Útkoman verður því: Hugsa um vinnuna á hlaupum. Hugsa um vinnuna í sundi. Hugsa um vinnuna og lyfta lóðum. Fara í göngutúr úti í náttúrunni….. og hugsa um vinnuna. Fara í hugleiðslu til að tæma hugann….. en hugsa um vinnuna. Að heyra þetta um Zuckerberg er því hin besta ábending til annarra sem eru að upplifa það sama. Hvíld hugans og endurnæring er hins vegar jafn mikilvæg og hreyfingin sjálf og ef fleiri eru að glíma við þetta, er um að gera að leita ráða hjá þjálfurum eða öðrum sérfræðingum sem án efa luma á mörgum góðum ráðum. Því þótt hreyfing gefi okkur orku er besta endurhleðsla hugsans að fá reglulega hvíld. Hér eru nokkrar tillögur sem mögulega gætu gefið einhverjum nýjar hugmyndir. Prófaðu að: Æfa með félaga þannig að þú sért í samtali og félagsskap á meðan þú æfir. Til dæmis að hlaupa með öðrum eða vera í hlaupahópi. Opna umræðuna um þetta þar og þiggja ráð. Fara í tíma í ræktinni sem eru svo fjörugir að þú getur ekki hugsað um neitt annað en æfingarnar á meðan. Breyta æfingunum sem þú hefur verið að stunda og þannig að þú sért líklegri til að hugsa ekki um vinnuna á meðan því hugurinn verður upptekinn af því að læra nýtt prógramm. Hlusta á það góða tónlist á meðan þú hleypur eða ferð í göngutúr þannig að þú sért frekar að syngja með en að hugsa. Hlusta á Bítið á bylgjunni eða Reykjavík síðdegis þannig að umræður annarra verði hugarefnið frekar en þínar eigin hugsanir. Eða góð podcöst. Prófa nýjar hlaupaleiðir þannig að þú sért ekki í sjálfvirkni gírnum þegar þú ert að hlaupa. Sama á við um gönguleiðir. Prófa nýja staði og þá helst nýja staði í náttúrunni. Fá ráðleggingar frá öðru fólki sem stundar sambærilegar hreyfingar og þú. Hvernig nær annað fólk að tæma hugann sinn? Skoða hvort þú ættir að prófa eitthvað sem þú hefur ekki prófað áður en gæti hjálpað. Hefur þú til dæmis prófað jóga? Eða að vera hjá einkaþjálfara? Sumt sem við stundum er þó þess eðlis að allt ofangreint er erfiðara. Að synda er gott dæmi um það því á meðan við syndum erum við ein með sjálfum okkur og þá er auðvelt að hugsa. Á vefsíðunni Swimswam eru gefin góð ráð um hvernig við getum gert okkur upptekin af því að hugsa sem mest um sundæfinguna og hreyfinguna sem við erum í, frekar en að hugsa um aðra hluti. Sjá nánar HÉR. Enn eitt ráðið er að skoða leiðir til að tryggja huganum hvíld og endurnæringu, til dæmis með markvissri hugleiðslu, en halda áfram að hugsa um vinnuna á meðan þú ert að æfa eða hreyfa þig.
Heilsa Góðu ráðin Meta Facebook Bandaríkin Tengdar fréttir Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
„Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. 26. febrúar 2020 13:00