Við erum ekki tilbúin fyrir skólann Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 26. ágúst 2022 09:31 Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun