Léttum á læknunum Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar