Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:22 Ummæli Abbas hafa vakið hörð viðbrögð. AP/epa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis. Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis.
Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira