Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. ágúst 2022 16:01 Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Háskólar Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun