Meirihlutinn lost in space Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. ágúst 2022 13:18 Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun