Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Hildur Inga Magnadóttir skrifar 8. ágúst 2022 13:30 Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ferðalög Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun