Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2022 11:23 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Bylgjan Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar skjálfta síðustu daga og mögulegt eldgos. Hann segir að skjálftarnir hafi fundist vel á höfuðborgarsvæðinu þar sem veikleikar skorpunnar á Reykjanesskaganum liggi í norður. „Sérstaklega í Fagradalsfjalli þá stefna þessir veikleikar beint á stórhöfuðborgarsvæðið. Skjálftabylgjurnar stundum fylgja þessum veikleikum. Við finnum mikið fyrir yfirborðsbylgjum, ef hann er dýpra verða aðrir fyrir öðrum bylgjum fyrst,“ segir Þorvaldur. Ólíklegt að hús hrynji Þekkt er erlendis að jarðskjálftar erlendis grandi byggingum og fleiru en Þorvaldur telur að það sé ólíklegt að það gerist hér á landi. Til þess þyrfti mjög stóran skjálfta. „Ef við horfum á, hvort sem það eru áhrif jarðskjálfta eða eldgosa á mismunandi stöðum í heiminum, þá eru það innviðirnir, hvernig þeir eru byggðir. Hér hafa menn tekið tillit til þeirra staðreynda að við erum með skjálfta og getum verið með tiltölulega stóra skjálfta eins og Suðurlandsskjálftann sem nálgaðist alveg sjö. Þannig við byggjum okkar hús með tilliti til þess, þess vegna erum við með járnbindinguna. Þannig við erum vel í stakk búin hvað þetta varðar.“ Mögulegt að um sé að ræða plötuhreyfingar Aðspurður segir Þorvaldur að skjálftarnir sem eru núna séu ekki komnir í þann þéttleika sem skjálftarnir voru í rétt fyrir gosið í Geldingadölum í fyrra. Skjálftavirknin sé þó meira fókuseruð núna. „Túlkun á þessu eins og hún er núna er sú að þessir skjálftar sem eru rétt norðan við Fagradalsfjall að það sé gangur að koma þar inn og hann sé að valda þessum skjálftum. Svo byggir hann upp einhverja spennu sem nær út í skorpuna til hliðar, það eru þessi gikkskjálftar. Ég held að við getum ekkert útilokað það að þessir skjálftar séu í raun og veru tengdir bara plötuhreyfingum og færslu á plötuskilunum sem liggja þarna um Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. Ef um er að ræða plötuhreyfingar þá gætum við fengið upp svipaða stöðu og í fyrra að sögn Þorvaldar. Þá opnist leið fyrir kviku sem hefur safnast fyrir á fimmtán til tuttugu kílómetra dýpi. Þannig það er kannski ekki hægt að rýna í þetta mynstur og spá fyrir um gos með tilliti til hvernig það skelfur? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um gos og segja bara að það verði gos á fimmtudaginn klukkan fjögur. Það er kannski heldur ekkert skrítið ef við hugsum þetta í samhengi við veðurfræðina. Við horfum á veðrið og við höfum horft á veðrið sem mannkyn í mjög langan tíma. Menn hafa sumir, eins og hann afi minn, hann var nokkuð glöggur í að spá um hvernig veðrið væri þegar hann var á leiðinni út á sjó. Hann gat lesið í skýin og annað, það er betra út frá reynslu og svona. En það tók tvö hundruð og fimmtíu ár fyrir veðurfræðina að þróa sín fræði þannig að þau gátu verið með mjög áreiðanlega veðurspá. Það er dálítið langur tími,“ segir Þorvaldur en skipulag eldfjalla hefur verið rannsakað í einungis fimmtíu ár. Ef það kemur til goss segir Þorvaldur að nokkrir staðir komi til greina. Líklegast er að það verði nærri við Fagradalsfjall en einnig gæti verið að Grímsvötn, Hekla eða Katla gjósi. Öll þessi eldfjöll eru tilbúin að gjósa. Skynsamlegt að byggja nýjan flugvöll Þorvaldur segir að það væri mjög skynsamlegt af Íslendingum að byggja annan almennilegan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Helst á svæði þar sem ekki er líklegt að komi til goss. „Það er möguleiki að það geti gosið þannig á Reykjanesskaganum að við missum báða vegina, Keflavíkurveg og Suðurstrandarveg. Þá erum við í stórum vandamálum. Ekki bara Reykjanesskaginn. Heldur allt landið, það yrði svo mikið efnahagstap ef það er ekki hægt að koma með ferðamenn inn. Þannig skynsemin segir okkur, verið með tvo alþjóðlega flugvelli. Og verið með þá á ólíkum stöðum þannig ef einn verður fyrir áhrifum þá er hinn í góðu lagi,“ segir Þorvaldur. Bítið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Tengdar fréttir Skjálfti af stærðinni 5 reið yfir um klukkan 2.27 Öflugur skjálfti reið yfir klukkan 02.27 í nótt og var 5 að stærð, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Kippurinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gler nötraði. 2. ágúst 2022 02:56 Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík. 1. ágúst 2022 23:14 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar skjálfta síðustu daga og mögulegt eldgos. Hann segir að skjálftarnir hafi fundist vel á höfuðborgarsvæðinu þar sem veikleikar skorpunnar á Reykjanesskaganum liggi í norður. „Sérstaklega í Fagradalsfjalli þá stefna þessir veikleikar beint á stórhöfuðborgarsvæðið. Skjálftabylgjurnar stundum fylgja þessum veikleikum. Við finnum mikið fyrir yfirborðsbylgjum, ef hann er dýpra verða aðrir fyrir öðrum bylgjum fyrst,“ segir Þorvaldur. Ólíklegt að hús hrynji Þekkt er erlendis að jarðskjálftar erlendis grandi byggingum og fleiru en Þorvaldur telur að það sé ólíklegt að það gerist hér á landi. Til þess þyrfti mjög stóran skjálfta. „Ef við horfum á, hvort sem það eru áhrif jarðskjálfta eða eldgosa á mismunandi stöðum í heiminum, þá eru það innviðirnir, hvernig þeir eru byggðir. Hér hafa menn tekið tillit til þeirra staðreynda að við erum með skjálfta og getum verið með tiltölulega stóra skjálfta eins og Suðurlandsskjálftann sem nálgaðist alveg sjö. Þannig við byggjum okkar hús með tilliti til þess, þess vegna erum við með járnbindinguna. Þannig við erum vel í stakk búin hvað þetta varðar.“ Mögulegt að um sé að ræða plötuhreyfingar Aðspurður segir Þorvaldur að skjálftarnir sem eru núna séu ekki komnir í þann þéttleika sem skjálftarnir voru í rétt fyrir gosið í Geldingadölum í fyrra. Skjálftavirknin sé þó meira fókuseruð núna. „Túlkun á þessu eins og hún er núna er sú að þessir skjálftar sem eru rétt norðan við Fagradalsfjall að það sé gangur að koma þar inn og hann sé að valda þessum skjálftum. Svo byggir hann upp einhverja spennu sem nær út í skorpuna til hliðar, það eru þessi gikkskjálftar. Ég held að við getum ekkert útilokað það að þessir skjálftar séu í raun og veru tengdir bara plötuhreyfingum og færslu á plötuskilunum sem liggja þarna um Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. Ef um er að ræða plötuhreyfingar þá gætum við fengið upp svipaða stöðu og í fyrra að sögn Þorvaldar. Þá opnist leið fyrir kviku sem hefur safnast fyrir á fimmtán til tuttugu kílómetra dýpi. Þannig það er kannski ekki hægt að rýna í þetta mynstur og spá fyrir um gos með tilliti til hvernig það skelfur? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um gos og segja bara að það verði gos á fimmtudaginn klukkan fjögur. Það er kannski heldur ekkert skrítið ef við hugsum þetta í samhengi við veðurfræðina. Við horfum á veðrið og við höfum horft á veðrið sem mannkyn í mjög langan tíma. Menn hafa sumir, eins og hann afi minn, hann var nokkuð glöggur í að spá um hvernig veðrið væri þegar hann var á leiðinni út á sjó. Hann gat lesið í skýin og annað, það er betra út frá reynslu og svona. En það tók tvö hundruð og fimmtíu ár fyrir veðurfræðina að þróa sín fræði þannig að þau gátu verið með mjög áreiðanlega veðurspá. Það er dálítið langur tími,“ segir Þorvaldur en skipulag eldfjalla hefur verið rannsakað í einungis fimmtíu ár. Ef það kemur til goss segir Þorvaldur að nokkrir staðir komi til greina. Líklegast er að það verði nærri við Fagradalsfjall en einnig gæti verið að Grímsvötn, Hekla eða Katla gjósi. Öll þessi eldfjöll eru tilbúin að gjósa. Skynsamlegt að byggja nýjan flugvöll Þorvaldur segir að það væri mjög skynsamlegt af Íslendingum að byggja annan almennilegan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Helst á svæði þar sem ekki er líklegt að komi til goss. „Það er möguleiki að það geti gosið þannig á Reykjanesskaganum að við missum báða vegina, Keflavíkurveg og Suðurstrandarveg. Þá erum við í stórum vandamálum. Ekki bara Reykjanesskaginn. Heldur allt landið, það yrði svo mikið efnahagstap ef það er ekki hægt að koma með ferðamenn inn. Þannig skynsemin segir okkur, verið með tvo alþjóðlega flugvelli. Og verið með þá á ólíkum stöðum þannig ef einn verður fyrir áhrifum þá er hinn í góðu lagi,“ segir Þorvaldur.
Bítið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Tengdar fréttir Skjálfti af stærðinni 5 reið yfir um klukkan 2.27 Öflugur skjálfti reið yfir klukkan 02.27 í nótt og var 5 að stærð, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Kippurinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gler nötraði. 2. ágúst 2022 02:56 Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík. 1. ágúst 2022 23:14 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 5 reið yfir um klukkan 2.27 Öflugur skjálfti reið yfir klukkan 02.27 í nótt og var 5 að stærð, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Kippurinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gler nötraði. 2. ágúst 2022 02:56
Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík. 1. ágúst 2022 23:14
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent