Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2022 13:00 Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun