Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2022 13:00 Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar