Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 11:43 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“ Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“
Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent